25.7.2009 | 18:07
En mamma, ég er samt stór inn´í mér!
Fátt ef nokkuð finnst mér eins hjákátlaegt og merkjasnobb og fylgispekt við ríkjandi tískustrauma!
Ég vorkenni fólki sem er upptekið af merkjum og merkimiðum á efnislegum hlutum. Ennþá meira vorkenni ég þó fólki sem er upptekið af merkimiðum á andlegum sviðum lífsins. Ef fullorðin manneskja stundar aðeins tómstundir og samverustundir með fjölskyldunni í samræmi við það sem er pólitískt rétt og viðurkennt þá stundina þá á hún mikið mikið bágt.
Ég á við svona fólk sem þarf stöðugt að vera að láta aðra vita af því hvað það gerði um helgina og hvað það er með í stofunni hjá sér. Undantekningalaust er hvoru tveggja eitthvað sem er fullkomlega inn það og það misserið.
Þannig fór viðkomandi ekki í golf um helgina af því að það sé það sem nærir sálina mest heldur af því að það er trendí í augnablikinu. Gera má því skóna og jafnvel heilu stígvélin, að aumingjans pésinn hafi verið rétt gallaður á vellinum.
Þetta sama fólk segir manni gjarnan eitt og annað um hönnuði og seljendur dótsins sem það hefur í stofunni (eldhúsinu reyndar ekki síður nú undanfarin ár). Það gerir það alveg óviðkomandi því hvort þú, gesturinn, hafir einhvern áhuga á slíku eða ekki.
Allt þetta pot og puð leggur fólk á sig til þess að ekki komist upp um smæð þess og lítilmennsku. Það skilur einfaldlega ekki að ef þér - gestinum eða vininum, þykir ekki nógu mikið til viðkomandi koma án merkjadraslsins þá er hann sjálfsagt ekki þess verður að púkka upp á hvort eð er.
Það sorglegasta er að allt þetta streð öskrar út í tómið svo það fer ekki framhjá nokkurm lifandi manni: ÉG ER AÐ DREPAST ÚR MINNIMÁTTARKENND!
Dóttir mín var ekki nema 4 ára þegar hún áttaði sig á því að þótt hún sé fádæma lítil manneskja líkamlega þá er hún samt ,,stór inn´í sér"
Vonandi lærist Íslendingum það núna þegar við höfum ekki efni á merkjum og uppbótarviðhengjum.
xxx
Fía litla
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
810
-
leifurl
-
latur
-
hjolaferd
-
birgitta
-
katrinsnaeholm
-
vefritid
-
ragnarfreyr
-
dofri
-
halkatla
-
svavaralfred
-
kolgrima
-
svala-svala
-
helgafell
-
bjarnihardar
-
brell
-
salkaforlag
-
brjann
-
gattin
-
brandarar
-
ebbaloa
-
eddabjo
-
kokkurinn
-
gudmundurhelgi
-
hallarut
-
snjolfur
-
disdis
-
holmdish
-
haddih
-
kreppan
-
jenfo
-
larahanna
-
lillagud
-
loaloa
-
rutlaskutla
-
klarak
-
vilborg-e
Tenglar
Þjóðfræði
- Oral Tradition Allt um munnlega hefð
- Snopes Sögusagnir
- Árnastofnun Íslensk fræði
- Þjóðbrók Félag þjóðfræðinema
- Félag þjóðfræðinga
- Sagnanet Um íslenskar fornbókmenntir
- Sagnagrunnur Íslenskar sagnir
- Orðanet Samheitaskrá Árnastofnunar
- Orðabók Háskólans
- Spurningalistar Þjóðminjasafnsins
- Þjóðminjasafnið
Íslensk prjónablogg
prjónakonur
- sheep in the city
- sittin´here knittin
- string theory
- nake-id knits
- Harpan
- 2 pinde
- Norræn prjónablogg
- purlbee
- erleperle
- Hey Lucy
- Prjónakona
- Hun som köber for meget garn
- innblástur
- Nevernotknitting
- Eva Anette
- heilög belja
- Hot needles
- Splityarn
Gagn og gaman
- pink by post
- Rowan
- Knotions
- Modern country
- Syko
- Seiðkona.is
- Náttúra.is
- SarahLondon
- Soliga
- Aldís bæjarstjóri
- Raverly
- Handprjónasambandið
Hugleiðsla
- Zen Hugleiðsla
- Zen leiðbeiningar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.4.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 56490
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sammála þér.
Rut Sumarliðadóttir, 26.7.2009 kl. 13:07
Hjartanlega sammála þér í þessu...hræddur um að þetta merkjasnobbaða fólk myndi nú ekki stíga fæti inn á mitt heimili nema einusinni...þar sem 90% er svona second hand dót
.
brahim, 27.7.2009 kl. 20:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.