Leita í fréttum mbl.is

Að vera lítill í stórum heimi - eða að vera stór í litlum heimi..........

Í gærkvöldi kláraði ég að lesa Tengdadótturina, skáldsögu eftir Guðrúnu frá Lundi.

Þessi kona var snillingur held ég bara. Ekki það að stíllinn er mjög fyrirsjáanlegur og þreytandi á köflum (sko, jafnvel heilu kaflarnir alveg að drepa mann) en önnur eins persónusköpun er sjaldséð bæði fyrr og síðar.

Hún smíðar karaktera (sem reyndar má finna aftur og aftur undir ólíkum nöfnum í ólíkum verkum höfundar) sem eru algerlega trúir sjálfum sér út í gegn. Þú veist að þessi eða hinn gaukurinn muni bregðast svona eða hinseginn við misdramatískum aðstæðum hverju sinni. Þroskasögu-elementið er ekki að þvælast neitt fyrir Guðrúnu frá Lundi nema síður sé - gaman að því!

Sagan er alltaf hádramatísk, nánast átakanleg, og brostnar vonir + afneitun eigin langana eru eins konar stef í þessum bókum. Að bera harm sinn í  hljóði er gríðarlega sexý persónueinkenni höfuðpersónanna og Gróa á leiti er fastagestur á þriðju hverri síðu.

Svo eru þetta bara svo magnaðar þjóðlífslýsingar!

Mæli með þessu í fríið!

Nú eða bara Guðmundi G. Hagalín ef ekki vill betur....... (sko, ljóðunum - mér er annt um ykkur)

xxx

Fía litla 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Soffía Valdimarsdóttir
Soffía Valdimarsdóttir
Bara ég sjálf hvort sem ykkur líkar það betur eða verr!
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband