25.6.2009 | 11:55
Kvennaljómi undir Kömbum
Það hefur vonandi ekki farið fram hjá neinum að blóma- og garðyrkjuhátíðin Blóm í bæ verður haldin um helgina í Hveragerði.
Þetta eru þó ekki Blómstrandi dagar sem haldnir verða síðustu helgina í ágúst, heldur er þetta ráðstefnu-, keppnis- og sýningarvettvangur fyrir fagaðila í græna geiranum. Það verður allt mögulegt um að vera sem glatt getur augu leikmanna. Víkingabrúðkaup á Fossaflöt skilst mér sé að verða heitasti viðburðurinn svona fyrirfram.
Allt er þetta stórskemmtilegt (en umdeilt í kreppunni vitanlega). Hins vegar finnst mér rétt að þið vitið líka - svona svo þið verðið ekki hrædd - að í litlu húsi undir Kömbum mun fara fram önnur ekki ómerkilegri hátíð. Þangað munu flykkjast brottfluttar meyjar á besta aldri með þau afkvæmi sín sem enn eru ekki farin að skammast sín fyrir að láta sjá sig með mæðrum sínum. Ekki á ég von á því að blómaskreytilist verði iðkuð á þessari samkundu svo nokkru nemi enda verða þáttakendur væntanlega uppteknir við þá iðju yndislega að kýla vambir og sálartetur af hjartans list.
Þannig að ef þið sjáið óvenju skæran bjarma lýsa upp himinn í efra þorpinu verið ekki hrædd. Þetta er bara kvennaljómi.
xxx
Fía litla
Færsluflokkar
Bloggvinir
- 810
- leifurl
- latur
- hjolaferd
- birgitta
- katrinsnaeholm
- vefritid
- ragnarfreyr
- dofri
- halkatla
- svavaralfred
- kolgrima
- svala-svala
- helgafell
- bjarnihardar
- brell
- salkaforlag
- brjann
- gattin
- brandarar
- ebbaloa
- eddabjo
- kokkurinn
- gudmundurhelgi
- hallarut
- snjolfur
- disdis
- holmdish
- haddih
- kreppan
- jenfo
- larahanna
- lillagud
- loaloa
- rutlaskutla
- klarak
- vilborg-e
Tenglar
Þjóðfræði
- Oral Tradition Allt um munnlega hefð
- Snopes Sögusagnir
- Árnastofnun Íslensk fræði
- Þjóðbrók Félag þjóðfræðinema
- Félag þjóðfræðinga
- Sagnanet Um íslenskar fornbókmenntir
- Sagnagrunnur Íslenskar sagnir
- Orðanet Samheitaskrá Árnastofnunar
- Orðabók Háskólans
- Spurningalistar Þjóðminjasafnsins
- Þjóðminjasafnið
Íslensk prjónablogg
prjónakonur
- sheep in the city
- sittin´here knittin
- string theory
- nake-id knits
- Harpan
- 2 pinde
- Norræn prjónablogg
- purlbee
- erleperle
- Hey Lucy
- Prjónakona
- Hun som köber for meget garn
- innblástur
- Nevernotknitting
- Eva Anette
- heilög belja
- Hot needles
- Splityarn
Gagn og gaman
- pink by post
- Rowan
- Knotions
- Modern country
- Syko
- Seiðkona.is
- Náttúra.is
- SarahLondon
- Soliga
- Aldís bæjarstjóri
- Raverly
- Handprjónasambandið
Hugleiðsla
- Zen Hugleiðsla
- Zen leiðbeiningar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er nú ekki slakt nafn á "bæjarhátíð Kvennljómi undir Kömbum"
Skemmtið ykkur eins og siðprúðar konur
Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 25.6.2009 kl. 13:44
Jæja segðu, við höldum soleiðis áður en yfir lýkur, ikke?
Annars bara lofa ég því hér og nú að þetta mun allt saman fara siðsamlega fram. Ég hef nú þegar tilkynnt þáttakendum að lítið sem ekkert sé af olíubornum lítið klæddum hreystimennum, á opinberum vettvangi í það minnsta, hér í Hveragerðisbæ. Engin hætt við ennþá af þeim sökum svo þetta lúkkar allt með ágætum.
Bið að heilsa í sveitna :)
Soffía Valdimarsdóttir, 25.6.2009 kl. 15:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.