Leita í fréttum mbl.is

MND-dagurinn er í dag

Af því tilefni minnist ég nágrannakonu minnar, Maggýar, sem féll fyrir þessum hræðilega sjúkdómi í nóvember 2005.

Hún lifði lífi sínu í yfirveguðu rólyndi sem ég öfundaði hana oft af löngu áður en ég kynntist henni nokkuð að ráði. Ég sá hana fara hjá eldhúsglugganum mínum með stelpurnar sínar og skynjaði fumleysið og þolinmæðina sem þessi ágæta kona bjó yfir í svo ríkum mæli.

Þessir eiginleikar nýttust Maggý vel þegar sjúkdómurinn barði að dyrum. Hún bar harm sinn með reisn og styrkti tengslin við fjölskylduna og þá sem stóðu henni næst í stað þess að hrinda frá sér. Hún virtist sýna þessum vágesti sem MND er furðulegt umburðarlyndi og þolinmæði.

Ég þakka fyrir að hafa fengið að kynnast Maggý og læra af lítillæti hennar og gæsku. Öllum þeim sem berjast við MND og aðstandendum þeirra sendi ég ósk um góðar stundir og mildi í hjarta í erfiðum aðstæðum.

xxx

Fía litla


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Skelfilegur sjúkdómur, hef unnið með fólki með svona sjúkdóma. Ég skammast mín alltaf niður í tær þegar ég heyri af svona hetjum.

Rut Sumarliðadóttir, 21.6.2009 kl. 13:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Soffía Valdimarsdóttir
Soffía Valdimarsdóttir
Bara ég sjálf hvort sem ykkur líkar það betur eða verr!
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband