Leita í fréttum mbl.is

Séra Soffía þjónar fyrir altari

Ég þori varla að segja þetta upphátt - en í draumum næturinnar var ég í hlutverki prests!

Þannig var að eftir hálf mislukkað bankarán við þriðja mann (sem ég flæktist einhvern vegin í með óskiljanlegum hætti reyndar) brá ég á það ráð að fara huldu höfði í gervi prests í Grafarvogsprestakalli.

það skipti engum togum að þá þegar eftir að ég hafði tekið við embætti skall á með messu eldriborgara þar í sveit. Húsið var smekkfullt af kannski síður smekklegum frúm og steggjum sem mændu eftirvæntingarfull upp á mig þar sem ég stóð á sviðinu skjálfandi af sviðskrekki og iðrun vegna nýafstaðins glæpaverknaðar.

Því háttaði þannig til að uppsetningin var líkt og í félagsheimili út á landi. Fólkið sat sitt hvoru megin upp við veggina við dúklögð borð og sötraði kaffi úr hvítum bollum með mynd af kirkjunni sinni í forgrunni. Gólfið var því autt fyrir miðju alla leið til enda salarins gengt mér hvar vinnuveitandi minn Jésús, tróndi ábúðarfullur á krossinum.

Ég upphóf svo raust mína og tilkynnti að í dag yrði messuhald með óhefðbundnum hætti - opið bænahald með skemmtiatriðum var dagsskipunin. Viðbrögðin létu ekki á sér standa. Kliður fór um salinn og vanþóknunar- og tortrygnisvip brá fyrir að mýmörgum reynsluskornum andlitum viðstaddra.

Að því sögðu lét ég mannskapinn fylgja mér í léttum leikfimiteygjum og hugleiðsluæfingum. Ekki leið á löngu þar til kona nokkur vel við aldur gekk fram á gólfið og kastaði sér niður í einkennilegum ham sem einkenndist af krampakenndum hreyfingum og upprópunum af óskiljanlegum toga.

Þegar ég rétt hafði sleppt þeirri hugsun að nú færi ég fyrst örugglega til helvítis vaknaði ég, merkilegt nokk, þokkalega útsofin og óvenju spræk.

Ekki skil ég upp eða niður í þessum draumförum mínum. Það segi ég alveg satt. Dettur helst í hug að væntanleg ferming miðlungsins míns valdi þessum ósköpum.

Geðveik? Tja ég skal ekki segja..........
xxx
Fía litla


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Amen. Þær eru fjörugar hjá þér draumfarirnar kona.

Rut Sumarliðadóttir, 14.5.2009 kl. 13:06

2 Smámynd: Hulda Bergrós Stefánsdóttir

af hverju sefur þú ekki bara næturna kona?

Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 14.5.2009 kl. 20:16

3 Smámynd: Soffía Valdimarsdóttir

Sef eins og steinn það vantar ekki..........

Soffía Valdimarsdóttir, 14.5.2009 kl. 20:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Soffía Valdimarsdóttir
Soffía Valdimarsdóttir
Bara ég sjálf hvort sem ykkur líkar það betur eða verr!
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband