Leita í fréttum mbl.is

Börnin eiga allt gott skilið!

Í gær sá ég uppfærslu leikfélags Grunnskólans í Hveragerði á frumsömdu leikriti þeirra, Vaknaðu!

Sagan segir frá systkinunum Helga og Maríu. Foreldrar þeirra eru að skilja og krakkanna bíður aðskilnaður. Þau lenda hins vegar í árekstri og í dái í framhaldinu. Leikurinn gengur svo út á það hvernig þau þurfa að komast í gegnum 5 heima til þess að geta ákveðið hvort þau yfirleitt vilja vakna aftur úr dáinu.

Þetta var skemmtilegt en ekki síður athyglivert á alvarlegri nótum. Umfjöllunarefnin eru háalvarleg og mikil dramatík einkenndi framsetningun þrátt fyrir grín og fíflalæti.

Þau notuðu ævintýraformið leynt og ljóst til þess að smíða hugmyndum sínum ramma. Merkilegt hvað það er langlíft og lifandi form. þarna voru ungar óharnaðar hetjur sem þurftu að takast á hendur erfiða för í því skyni að þroskast og komast áfram í lífinu. Þeim til fulltingis voru andstæðingar (foreldrarnir/skilnaðurinn) sem ýtti þeim á stað og svo hjálparhellurnar/töfragripir (þrjár fantasíupersónur) sem fylgdu þeim í gegnum heimana fimm.

Rauðhetta flúði ömmu sína sem elti hana glottandi með riffil á lofti. Í þessu er ákveðinn viðsnúningur á því sem hingað til hefur kannski verið tryggast í lífi hvers barns, amman. Þetta þýðir kannski: allt í heiminum er fallvalt, við getum ekki treyst neinu eða neinum. Veit það ekki - þetta stakk mig.

Það sem stóð upp úr var það sem krakkar kljást við á öllum tímum held ég.
það er óttinn við að öryggi þeirra sé eða verði ógnað með einhverjum hætti.
Þessir krakkar skoðuðu hluti eins og: vinaleysi, einelti, höfnun og síðast en ekki síst þá ógn sem börnum almennt stendur af ástleysi foreldranna og hugsanlegum skilnaði.

Það er raunsæisblær á þessu ævintýri krakkana í Grunnskólanum í Hveragerði. Söguhetjurnar komast í gegnum raunirnar og vakna til lífsins aftur. En það segir ekki af lyktum skilnaðarins eða því hvað framtíðin ber í skauti sér. Þetta er ekki Disney-útgáfa heldur alsíslenskur raunveruleikinn kaldur og klár.

Ég held við ættum að veita börnum aukna athygli núna þegar kreppir að í fjárhag og jafnvel andlegri heilsu foreldra á Íslandi.
Þau hafa alltaf meira og minna áhyggjur af því sama. Þau óttast að þeim verði hafnað og að fjöldkyldan skaðist með einhverjum hætti.
Þetta eru einmitt þættir sem kosta ekki peninga.
Við ættum því að geta veitt þeim þetta þótt við kannski eigum ekki fyrir flottustu takkaskónum í bili.

Faðmið börnin ykkar og segið þeim hvað þau eru hæfileikarík og frábær!
xxx
Fía litla


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hulda Bergrós Stefánsdóttir

Sat í kirkjunni í morgun (JÁ ÉG ER EKKI AÐ LJÚGA ÞESSU) og hlustaði á prestinn, sem var að ferma fjögur ungmenni, einmitt segja þeim að unglingsárin væru þau mikilvægustu í lífi hvers manns og á þeim árum væri nú ekki slæmt að hafa góða leiðbeinendur.

Orð að sönnu, kannski ég fari að fara oftar í kirkju !!!!!

Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 3.5.2009 kl. 12:38

2 Smámynd: Soffía Valdimarsdóttir

það er sjálfsagt margt vitlausara, verst að okkar kall er svo lítið mælskur og enn minna skemmtilegur.........

Soffía Valdimarsdóttir, 3.5.2009 kl. 12:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Soffía Valdimarsdóttir
Soffía Valdimarsdóttir
Bara ég sjálf hvort sem ykkur líkar það betur eða verr!
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 56438

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband