24.4.2009 | 08:59
Ekki bara tilfinningaklám!
Færslan hér að neðan er ekki bara tilfinningaklám þótt vissulega sé hún löðrandi.
Stundum skrifa ég af ásettu ráði svona færslur þar sem ég ritskoða ekki eigin hugsanir heldur læt þær bara flakka. Tilgangurinn er bara geðlosin af minni hálfu. Svona hughrifaskrif eiga sjaldnast nokkurs staðar heima en eiga um leið oft erindi við marga.
Oftast skoða ég þær svo eins hlutlaust og ég get eftir á og greini hvað ég er að segja.
Í þessari tilteknu færslu eru nokkur atriði sem eru greinilega umfjöllunarefnið.
Þau eru:
Fortíðarglýja
Sakleysi
Staðfesta
Fórnfýsi
Heilindi
Tilfinningaklámið felst í fortíðarglýjunni.
Restin er það sem á einmitt erindi við marga.
Barnið í textanum verður þá ekki endilega ég heldur hið ósnortna og saklausa í veröldinni.
Togstreitan þegar barnið vex og les í rúnirnar í samfélaginu í kringum sig er af sama toga.
Samtal mannanna í gróðurhúsinu og afinn sem keyrir ókunnugar konur í vinnu stendur fyrir staðfestu og fórnfýsi.
Niðurlagið er ákall um heilindi.
Þessi texti varð til þegar ég var að hugsa um það í hjartans einlægni hvað yrði um íslenska þjóð á komandi misserum.
Við erum eins og börn sem höfum verið svipt sakleysinu á svipstundu.
Við fálmum í örvæntingu í kringum okkur eftir festu, tryggð og síðast en ekki síst heilindum á þessum víðsjárverðu tímum.
Að þessu sinni snúast kosningarnar að miklu leyti um þessar tilfinningar hvað sem allar pallborðsumræður taka beinlínis til umfjöllunar.
Færslan hér að neðan segir ykkur svo sem kannski ekki mikið. Hún segir mér hins vegar og staðfestir það sem ég veit: Að ég er góðu vön úr minni barnæsku og fjölskylduumhverfi. Ég er alin upp í sterkri réttlætiskennd, samhug og fórnfýsi. Fyrst og fremst hefur fólkið mitt þó boðað mér félagshugsun og mikilvægi þess að geta lagst á koddan minn á kvöldin sátt við daginn sem er liðinn.
Krafan um heilindi er þess vegna eitt það mikilvægasta í mínum huga þegar ég vel mér félagsskap.
Ég sé þessi heilindi í fólki eins og:
Svandísi Svavarsdóttur
Jóhönnu Sigurðardóttur
Pétri Blöndal
Álfheiði Ingadóttur
Katrínu Jakobsdóttur
Atla Gíslasyni
Birgittu Jónsdóttur
Árna Johnsen og
Össuri Skarphéðinssyni.
Össur er svo vel upp alinn maður að hann getur ekki logið. Hann hefur þó heilmikið reynt af því undanfarin ár en ég sé í honum þetta element sem ég leita eftir í fólki. Hann mun hætta að plata og gera það sem þarf þegar á hólminn er komið.
Persónulegt fylgi Árna Johnsen er svo mikið sem það er vegna þessa eiginleika. Skrítið að segja þetta um mann sem er dæmdur þjófur. En ef ég hlusta á innsæið þá veit ég að hann er þarna með. Það skýrir líka endalaust endurkjör og pólitíska yfirburði mannsins í Eyjum sem ég og fleiri höfum ekki skilið. Hann missti fótana svo sannarlega en í kjarnann er þetta maður sem tilheyrir hinum sönnu.
Ekki hélt ég að ég ætti nokkurn tíma eftir að hæla Árna Johnsen en þetta leynist í kimanum þegar vel er gáð.
Hvað ert þú að pæla fyrir þessar kosningar?
xxx
Fía litla
Færsluflokkar
Bloggvinir
- 810
- leifurl
- latur
- hjolaferd
- birgitta
- katrinsnaeholm
- vefritid
- ragnarfreyr
- dofri
- halkatla
- svavaralfred
- kolgrima
- svala-svala
- helgafell
- bjarnihardar
- brell
- salkaforlag
- brjann
- gattin
- brandarar
- ebbaloa
- eddabjo
- kokkurinn
- gudmundurhelgi
- hallarut
- snjolfur
- disdis
- holmdish
- haddih
- kreppan
- jenfo
- larahanna
- lillagud
- loaloa
- rutlaskutla
- klarak
- vilborg-e
Tenglar
Þjóðfræði
- Oral Tradition Allt um munnlega hefð
- Snopes Sögusagnir
- Árnastofnun Íslensk fræði
- Þjóðbrók Félag þjóðfræðinema
- Félag þjóðfræðinga
- Sagnanet Um íslenskar fornbókmenntir
- Sagnagrunnur Íslenskar sagnir
- Orðanet Samheitaskrá Árnastofnunar
- Orðabók Háskólans
- Spurningalistar Þjóðminjasafnsins
- Þjóðminjasafnið
Íslensk prjónablogg
prjónakonur
- sheep in the city
- sittin´here knittin
- string theory
- nake-id knits
- Harpan
- 2 pinde
- Norræn prjónablogg
- purlbee
- erleperle
- Hey Lucy
- Prjónakona
- Hun som köber for meget garn
- innblástur
- Nevernotknitting
- Eva Anette
- heilög belja
- Hot needles
- Splityarn
Gagn og gaman
- pink by post
- Rowan
- Knotions
- Modern country
- Syko
- Seiðkona.is
- Náttúra.is
- SarahLondon
- Soliga
- Aldís bæjarstjóri
- Raverly
- Handprjónasambandið
Hugleiðsla
- Zen Hugleiðsla
- Zen leiðbeiningar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 56440
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Er ekki enn viss þó ég vilji auðvitað að þeir sem ég kýs hafi þessa mannkosti. En þetta væri góð upptalning ef við ætluðum að kjósa fólk en ekki flokka. Því miður er sá kostur ekki í stöðunni. Svo líklega verð ég að kjósa þann flokk sem er skárstur.
Rut Sumarliðadóttir, 24.4.2009 kl. 12:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.