23.4.2009 | 21:52
Fegurðin í lífinu er forgengileg
Það var svo skrítið og skemmtilegt að breytast úr barni í fullorðna manneskju.
Og ég man það tók mig svo langan tíma.
Ég var tíu ára þegar ég fór fyrir alvöru að fylgjast með stjórnmálum. Ég man það svo greinilega vegna þess að það var sumarið áður en Gunna-stöng flutti í Hveragerði, kom í bekkinn minn og varð góð vinkona mín þetta rúma ár sem hún var með foreldrum sínum á Heilsuhælinu.
Í fyrstu skildi ég ekki mikið. En það var samt eitthvað sem dró mig að skjánum eða útvarpinu og ég hafði í alvöru áhuga á því að skilja hvernig öllu væri stjórnað í landinu mínu.
Svo leið tíminn og ég varð 11 ára, svo 12 ára og loks 13 ára.
Líkami minn hafði breyst en ég var ennþá barn innan í mér.
Ég hafði ennþá mikinn áhuga á öllu því sem sneri að stjórn- og félagsmálum og ég hlustaði mikið á samræður fullorðins fólks.
Sennilega hafði það eitthvað með líkamsbreytingarnar að gera en það fór að vera erfitt að ákveða hvort ég ætlaði út eftir kvöldmat að hitta krakkana eða horfa á Kastljósið. Venjulega gerði ég bæði. Ég horfði á kastljósið (það var á föstudagskvöldum minnir mig) og hitti svo stelpurnar. Gígja vinkona var oft pirruð að bíða eftir mér en ég vildi bæði.
Stundum las ég Þjóðviljann fyrir afa minn sem var við að það missa sjónina þegar þetta var. Ég átti stundum ekki orð yfir frekjuna í fólkinu sem sendi greinar í þetta skrítna blað. Það var sumt svo grimmilegt og virtist ekki skilja að við þyrftum öll að eiga okkar stað í þessu landi sem við áttum saman.
En eitt og annað síaðist inn í krakkann og ég bý að því enn.
Þessi afi minn trúði ekki á Jesú Krist og hann sagði mér að maður hefði engan í veröldinni að treysta á nema sjálfan sig. Hann var ekki reiður þegar hann sagði það heldur djúpvitur og fullur af kærleika. Hann sagði mér líka að mannfólkið yrði að hjálpast að svo allir gætu komist af frá degi til dags. Ég hlustaði á hann tala við kalla í jakkafötum úti í gróðurhúsi. Ég heyrði þá segja hluti eins og ´fulltrúaráðið verður að standa saman í þessu máli´og ´nú dugir ekkert nema harkan lagsmaður´.
Hann var verkalýðsforingi og barðist fyrir atvinnuleysisbótum, fæðingarorlofi og sjúkradagpeningum fyrir fólkið í verkalýsðfélögunum sem treysti á hann. Þegar atvinnuleysið var sem mest keypti hann gamlan Unimok, gerði hann upp og keyrði konurnar í þorpinu niður Höfn á morgnana í fiskvinnuna og sótti þær á kvöldin. Ég heyrði ömmu aldrei kvarta en ég var bara barn. Ég veit það núna að hún vann mikið og var oft ein.
En afi hafði hlutverki að gegna, verk að vinna - og þannig var nú það.
Þegar hann dó settist fólkið hans niður til að ræða jarðarförina. Ekki man ég hver hafði orð á því en einhver spurði sem svo hvað ætti að gera í sambandi við útförina, varla væri við hæfi að fara að láta Tomma prest hola honum niður, hann hefði varla nokkurn tíma farið ótilneyddur inn í kirkju og hefði kannski ekki viljað láta syngja yfir sér.
Þá Sagði Adda frænka stundarhátt: ´Ja það getur vel verið að hann Siggi Árna hafi ekki verið trúaður maður en ég þekki engan sem hefur varið lífi sínu jafn sannarlega í anda Jésú Krists og hann´
Og það fór sem fór að afi var jarðsunginn og jarðaður eins og gengur og gerist.
Síðan þá hef ég sjaldan hitt sanna hugsjónamenn og konur.
Ég sakna þess
Fía litla
Færsluflokkar
Bloggvinir
- 810
- leifurl
- latur
- hjolaferd
- birgitta
- katrinsnaeholm
- vefritid
- ragnarfreyr
- dofri
- halkatla
- svavaralfred
- kolgrima
- svala-svala
- helgafell
- bjarnihardar
- brell
- salkaforlag
- brjann
- gattin
- brandarar
- ebbaloa
- eddabjo
- kokkurinn
- gudmundurhelgi
- hallarut
- snjolfur
- disdis
- holmdish
- haddih
- kreppan
- jenfo
- larahanna
- lillagud
- loaloa
- rutlaskutla
- klarak
- vilborg-e
Tenglar
Þjóðfræði
- Oral Tradition Allt um munnlega hefð
- Snopes Sögusagnir
- Árnastofnun Íslensk fræði
- Þjóðbrók Félag þjóðfræðinema
- Félag þjóðfræðinga
- Sagnanet Um íslenskar fornbókmenntir
- Sagnagrunnur Íslenskar sagnir
- Orðanet Samheitaskrá Árnastofnunar
- Orðabók Háskólans
- Spurningalistar Þjóðminjasafnsins
- Þjóðminjasafnið
Íslensk prjónablogg
prjónakonur
- sheep in the city
- sittin´here knittin
- string theory
- nake-id knits
- Harpan
- 2 pinde
- Norræn prjónablogg
- purlbee
- erleperle
- Hey Lucy
- Prjónakona
- Hun som köber for meget garn
- innblástur
- Nevernotknitting
- Eva Anette
- heilög belja
- Hot needles
- Splityarn
Gagn og gaman
- pink by post
- Rowan
- Knotions
- Modern country
- Syko
- Seiðkona.is
- Náttúra.is
- SarahLondon
- Soliga
- Aldís bæjarstjóri
- Raverly
- Handprjónasambandið
Hugleiðsla
- Zen Hugleiðsla
- Zen leiðbeiningar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
nú vildi ég eiga hatt og taka ofan fyrir afa þínum.
án hattarins lúti ég þó höfði fyrir fólki sem setur manngæsku og réttlæti ofar öðru.
blessuð sé minning hans.
Brjánn Guðjónsson, 23.4.2009 kl. 22:48
Frábær pistill... snnarlegt gullkorn Öddu og Siggi vel að því kominn.
Viðar Ingvason (IP-tala skráð) 23.4.2009 kl. 22:51
Þakka fróðlegan pistil. Til hamingju með sérstakan sómaafa!
Hlédís, 23.4.2009 kl. 23:53
Ég átti reyndar tvo sómaafa. Annar var húsasmíðameistari og hinn garðyrkjumaður. það fyndna er að það var Ingvi afi, húsasmíðameistarinn, sem hafði græna fingur.
Soffía Valdimarsdóttir, 24.4.2009 kl. 00:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.