23.4.2009 | 10:57
Svooooo skrítið!
Það eru ekki nema innan við tvær vikur síðan ESB var í raun alls ekki kosningamál.
Svo eins og hendi væri veifað verður það algerlega miðlægt á einhvejum tímapunkti, nefnilega þeim þegar Samfylkingin hefur samkvæmt skoðanakönnunum þá stöðu að vera sterkastur flokka.
Sjálf hallast ég reyndar æ mér i þá áttina að Íslendingar ættu aðsækja hreinlega um aðild. Það er sýnt mál og fullreynt að við stöndum ekki í lappirnar ein og óstudd enda aðeins rúmlega 300 þúsund svo það er ekki nema eðlilegt að við þurfum sterkt bakland.
Evrópumálin eru reyndar þau einu sem Samfylkingin hefur sannarlega slegið eign sinni á og um leið haldið haus gagnvart. Þau kvika hvergi frá sinni sannfæringu og ég tek ofan fyrir þeim þess vegna.
Það sama verður ekki sagt um flokkinn í straumum og stefnum almennt. Vingulshátturinn er farinn að fara ískyggilega mikið ítaugarnar á mér. Hann birtist einna helst í að því er virðist rótgrónum populisma þar sem eitt er smart í dag en annað á morgun.
Samfó er svo dimplómatískt þenkjandi samkunda að áherslur og viðhorf sviptast eftir vindum mun hraðar en maður nær að fylgjast með.
Í þessu efni finnst mér flokkurinn líkjast með óhuggulegum hætti hjörðinni bláu hvað varðar hjarðeðli og skort á sjálfstæðu hugsanaferli. Þar á bæ, hjá Fl-okknum, fylgja menn hverjum þeim foringjum sem hjörðinni stýra hverju sinni.
Hjá Samfó hins vegar fylgja menn síbreytilegum tískustraumum líðandi stundar í hverju sem er. Þar er sum sé foringjadýrkunin ekki jafn átakanleg og í Fl-okknum en þau eru með trendin á hreinu. Dragt i dag, lopatugga á morgun. Græn í dag, stóriðjusinnar á morgun.
Þá má kannski segja sem svo að þau iðki valddreifingu innan síns flokks með þeim hætti að þau lúta ekki endilega foringjum heldur vingsast bara til og frá eins og lauf í vindi. Sem væri þá allt í góðu bara ef maður hefði óbrigðula veður- og vindaspá til næstu 4 ára.
Annars hef ég að undanförnu verið ákveðin í að kjósa V en er farin að hallast æ meir að Borgarahreyfingunni.
Sjáum til...........
xxx
Fía litla
Færsluflokkar
Bloggvinir
- 810
- leifurl
- latur
- hjolaferd
- birgitta
- katrinsnaeholm
- vefritid
- ragnarfreyr
- dofri
- halkatla
- svavaralfred
- kolgrima
- svala-svala
- helgafell
- bjarnihardar
- brell
- salkaforlag
- brjann
- gattin
- brandarar
- ebbaloa
- eddabjo
- kokkurinn
- gudmundurhelgi
- hallarut
- snjolfur
- disdis
- holmdish
- haddih
- kreppan
- jenfo
- larahanna
- lillagud
- loaloa
- rutlaskutla
- klarak
- vilborg-e
Tenglar
Þjóðfræði
- Oral Tradition Allt um munnlega hefð
- Snopes Sögusagnir
- Árnastofnun Íslensk fræði
- Þjóðbrók Félag þjóðfræðinema
- Félag þjóðfræðinga
- Sagnanet Um íslenskar fornbókmenntir
- Sagnagrunnur Íslenskar sagnir
- Orðanet Samheitaskrá Árnastofnunar
- Orðabók Háskólans
- Spurningalistar Þjóðminjasafnsins
- Þjóðminjasafnið
Íslensk prjónablogg
prjónakonur
- sheep in the city
- sittin´here knittin
- string theory
- nake-id knits
- Harpan
- 2 pinde
- Norræn prjónablogg
- purlbee
- erleperle
- Hey Lucy
- Prjónakona
- Hun som köber for meget garn
- innblástur
- Nevernotknitting
- Eva Anette
- heilög belja
- Hot needles
- Splityarn
Gagn og gaman
- pink by post
- Rowan
- Knotions
- Modern country
- Syko
- Seiðkona.is
- Náttúra.is
- SarahLondon
- Soliga
- Aldís bæjarstjóri
- Raverly
- Handprjónasambandið
Hugleiðsla
- Zen Hugleiðsla
- Zen leiðbeiningar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 56438
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Af mbl.is
Innlent
- Hópur fólks reyndi að komast að eldgosinu
- Nyrstu hrauntungurnar dreifa úr sér
- Dró upp skæri og hótaði íbúum
- Teknir við akstur undir áhrifum
- Hraun kemur úr þremur gígum: Virknin stöðug
- Að mestu bjart sunnan- og vestantil
- Nýtt fangelsi í landi Stóra-Hrauns tilbúið 2028
- Sólveig Anna furðar sig á aðferðum kennara
- Lyftari yfir fót og rjúfa þurfti hurð
- Er kynjastríð í uppsiglingu?
Erlent
- Segjast hafa drepið fimm vígamenn
- Eldflaugavarnarkerfi í skiptum fyrir hermenn
- Segir að friði verði aðeins náð með afli
- Rússar sagðir útvega N-Kóreu milljón olíutunnur
- Pam Bondi næsti dómsmálaráðherra
- Handtekinn fyrir njósnir í bandaríska sendiráðinu
- Hefur áhyggjur af notkun eldflauganna
- Herra Volvo er genginn
- Sakar dómstólinn um gyðingahatur
- Merkel segir Trump heillaðan af einræðisherrum
Athugasemdir
Sama hér, er samt enn óákveðin, arg..........
Rut Sumarliðadóttir, 23.4.2009 kl. 14:03
Stelpur VG toppskor það er ljóst og bara gott að fá þá sterka inn en Borgarahreyfingin bara verður að fá mikið fylgi þeir einir standa við að framkvæma þær breytingar sem til þarf X-P. Þeir munu fá 17% núna og 40% eftir endanlega hrunið sem er að bresta á.
Viðar Ingvason (IP-tala skráð) 23.4.2009 kl. 23:00
Búin að ganga til fregna við Óðinn og Þór og Frey og alla hina gaukana og bara ekkert að gerast - get ekki komist að niðurstöðu.
Soffía Valdimarsdóttir, 24.4.2009 kl. 01:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.