Leita í fréttum mbl.is

Hjálp! Ég held ég sé eitthvað veik!

Undanfarna 11 daga hef ég lesið og glósað 26 fræðimenn og gluggað í ekki færri en 15 frumheimildir um norræna trú. Tilgangurinn var að finna flöt á því að fjalla um Óðinn sem æðsta eða ekki æðsta guð í heiðnum sið á Íslandi. Fann hann og niðurstöðurnar liggja fyrir og hvaðeina.

Nú eru 6 dagar til stefnu, ég er ekki búin að skrifa eitt einasta orð, ekki búin að gera beinagrind eða vinnuáætlun af nokkru tagi - og haldiði ekki að ég skipti bara um umfjöllunarefni í gærkvöldi eins og ekkert sé sjálfsagðara, tók u-beygju.

Ætla sem sagt að skrifa um heiðinn sið almennt út frá meðal annars hugmyndum úr hugrænni trúarbragðafræði þar mannshugurinn er talinn forsenda tilurðar, viðhalds og útbreiðslu trúarbragða yfirleitt. Niðurstaðan er sú í grófum dráttum að heiðinn siður eða norræn trú lúti ýmsum lögmálum trúarbragða almennt en sé með þeim hætti frábrugðinn síðari tíma trúarbrögðum að ekki var um stofnun að ræða heldur þjóðfræðilegan texta sem þjónaði notendum sínum og lifði eftir lögmálum munnlegrar geymdar kannski umfram annað.

Ef ég verð með einhverja geðveikistakta hérna inni á bloggnu mínu þá er þessu um að kenna.
Endilega grípið inn í ef ykkur þykir þurfa.

ha´det bra
xxx
Fía litla


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Soffía Valdimarsdóttir
Soffía Valdimarsdóttir
Bara ég sjálf hvort sem ykkur líkar það betur eða verr!
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband