Leita í fréttum mbl.is

Skrítnir páskar

Þetta voru skrítnir páskar!

Mér finnst ég aldrei hafa heyrt svona mikið frá þjóðkirkjunni eins og undanfarna daga. Morgunverður eftir messu, kvöld- og morgunmessur víða um land og allt að gerast.
Það er bara gott. Innan kirkjunnar er vafalaust mikið af hæfum og vel meinandi einstaklingum og núna þurfa margir á gæsku og von að halda.

Gott ef ´von´ var ekki einmitt megin þema þeirrar umfjöllunar sem ég bæði las og heyrði undanfarna daga. Þetta er ágætt, það er að segja að Þjóðkirkjan se hugsanlega að leiða gott af sér og gera einhverjum gagn.

Ég var að vinna í safninu mínu. Þangað kom óvenju fátt fólk. Veit ekki af hverju en það kom sér vel fyrir mig. Ég gat lesið mikið af fyrirliggjandi efni og mótað meginhugmynd síðustu ritgerðar annarinnar. Það er mikið frá þegar eiginlegt umfjöllunarefni, eða nálgunin á efnið er komin á hreint.

Annað sem var skrítið var að ég eldaði ekki páskamatinn sjálf og gerði ekki hreint fyrir þessa helgi.
Var að spá í að vera með móral en ákvað svo að sleppa því.

það var kannski skrítnast - sko að vera ekki með móral :)
xxx
Fía litla


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Soffía Valdimarsdóttir
Soffía Valdimarsdóttir
Bara ég sjálf hvort sem ykkur líkar það betur eða verr!
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband