Leita í fréttum mbl.is

Ég reisi ykkur níðstöng!

Þú ert ekkert að skafa utan af því! Sagði vinkona mín við mig í gærkvöldi eftir að hafa lesið bloggið mitt. Hún er ein af þeim sem kommentar aldrei þið skiljið - það gæti mögulega einhver verið ósammála henni nú eða hlegið að henni :)

Nei það er nóg af helvítis flauels´kjöftum í þessu landi, svaraði ég.

Hvers vegna ætti ég að tóna niður reiði mína þegar á mér og mínum er brotið síendurtekið og án iðrunar?
Það er ekkert launungarmál að þessi fjandans flokkur hefur verið valdamesti aðilinn í íslensku samfélagi um langt skeið.
Og hvernig er staðan?
Hvernig hefur fólk það í augnablikinu?
Hverjar eru framtíðarhorfur unga fólksins okkar í náinni framtíð í þessu landi?

Staðan er slæm, fólk hefur það skítt og horfur á atvinnu- og húsnæðismarkaði fyrir börnin okkar eru verulega slæmar.

Er óeðlilegt að fólk líti meðal annars og kannski ekki síst til Sjálfstæðisflokksins í þessu sambandi?
Er óeðlilegt að finna til gremju í garð Framsóknarflokksins sem hefur verið hóra Sjálfstæðisflokksins allt frá því að bændastéttin missti vægi sitt í valdastrúktúr íslensks samfélags?

Er eitthvað skrítið við það að ég sótbölvi því fólki sem einkavinavæddi bankana?
Er eitthvað skrítið að ég hugsi því fólki þeigjandi þörfina sem gaf útvöldum vinum sínum auðlindir Íslands sem þá um leið voru teknar frá munni barna minna?
Er eitthvað skrítið við það að ég formæli flokkunum sem setti mig og mína á lista yfir hinar viljugu þjóðir?

Nei, það er fullkomlega eðlilegt!

Ég reisi þessu hyski hér táknæna níðstöng!
Ég skorða trausta stöng í íslenskri foldu,
festi á hana blóði drifinn haus af skjóttri meri og læt kjaftinn vísa í átt til Valhallar.
Ég óska ykkur hér með ergi, æðis og óþols allt þar til þið hafið séð villu ykkar og beðið þjóðina afsökunar á ofríki ykkar og græðgi.

xxx
Fía litla


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hlédís

Sæl og blessuð, Soffía!

Þetta er gott framtak hjá þér. Takk!

Sendi strauma með í átt til Valhallar!

Hlédís, 9.4.2009 kl. 10:11

2 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Sama hér. Þú ert sko enginn flauelskjaftur enda ekki ástæða til. Call a spade a spade!

Rut Sumarliðadóttir, 9.4.2009 kl. 13:36

3 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

nei hér er enginn flauelskjaftur á ferð

30BEDA55-B2D0-6370-817A-081F7BF5D664
1.02.28

Hólmdís Hjartardóttir, 9.4.2009 kl. 17:19

4 Smámynd: Máni Ragnar Svansson

Eflaust mjúk sem flauel, allt nema kraftakjaftur   Þrumur og eldingar   Níðstöng skal það vera heillin.  Þú mælir heil og þökk fyrir það en nú verður kátt í höllinni, eða hvað ?

Máni Ragnar Svansson, 9.4.2009 kl. 17:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Soffía Valdimarsdóttir
Soffía Valdimarsdóttir
Bara ég sjálf hvort sem ykkur líkar það betur eða verr!
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband