4.4.2009 | 10:00
Nú vorar úti og inni
Í dag er svona taka-til-í-garðinum-veður hérna hjá okkur fyrir austan fjall að minnsta kosti.
Ég hins vegar hyggst glíma við að gáta og hugsanlega betrumbæta upplýsingar um ævintýrin: Sagan af skyrpokalat, Sagan af Slægðabelg, Sagan af þúfukerlingunni, Sagan af miðþurrkumanninum og Sagan af Loðinkópi Strútssyni.
Dr. Aðalheiður Guðmundsdóttir fæst við að skrásetja öll íslensku ævintýrin í aðgengilegu kerfi til afnota fyrir síðari tíma rannsóknir á íslenskri þjóðmenningu. Við nemendur hennar erum að hjálpa til við verkið.
Þetta er svo sem ekki spennandi vinna í sjálfu sér en tilgangurinn er góður og ég hugga mig við það í vorsólinni að ég sé að gera gagn.
Ef ég hefði ekkert að gera væri ég hins vegar úti að moka eða klippa.
Svo langar mig líka svakalega að slá þessu upp í kæruleysi og bjóða bara góðum vinum í mat í kvöld.
Er ekki alveg búin að gefa það frá mér......
Annars vildi ég það helst sagt hafa með þessari vorfærslu, að mér finnst eins og nú muni kannski bráðum rofa til í þjóðar-sálartetrinu. Hnattstaðan og menninging gerir það að verkum að við erum sérstaklega þakklát og fegin vorinu í hvert skipti sem það kemur til okkar hér á Fróni. Við höfum tilhneigingu til að fyllast von og gleði á vorin.
Fréttir af Lóunni, lifnandi fasteignamarkaði og kosningum sýnast mér heldur lyfta brúnum manna heldur er hitt. Minn ektamaður sem er byggingarverktaki segist skynja það í kringum sig að heldur sé að rofa til en hitt. Það sé núna alveg síðustu daga að færast líf í ýmsar byggingar á ólíkum framkvæmdastigum í kringum þá á vinnusvæðunum þar sem þeir eru með verk.
Eníveis - er farin að grúska
Bið að heilsa Lóunni
xxx
Fía litla
Færsluflokkar
Bloggvinir
- 810
- leifurl
- latur
- hjolaferd
- birgitta
- katrinsnaeholm
- vefritid
- ragnarfreyr
- dofri
- halkatla
- svavaralfred
- kolgrima
- svala-svala
- helgafell
- bjarnihardar
- brell
- salkaforlag
- brjann
- gattin
- brandarar
- ebbaloa
- eddabjo
- kokkurinn
- gudmundurhelgi
- hallarut
- snjolfur
- disdis
- holmdish
- haddih
- kreppan
- jenfo
- larahanna
- lillagud
- loaloa
- rutlaskutla
- klarak
- vilborg-e
Tenglar
Þjóðfræði
- Oral Tradition Allt um munnlega hefð
- Snopes Sögusagnir
- Árnastofnun Íslensk fræði
- Þjóðbrók Félag þjóðfræðinema
- Félag þjóðfræðinga
- Sagnanet Um íslenskar fornbókmenntir
- Sagnagrunnur Íslenskar sagnir
- Orðanet Samheitaskrá Árnastofnunar
- Orðabók Háskólans
- Spurningalistar Þjóðminjasafnsins
- Þjóðminjasafnið
Íslensk prjónablogg
prjónakonur
- sheep in the city
- sittin´here knittin
- string theory
- nake-id knits
- Harpan
- 2 pinde
- Norræn prjónablogg
- purlbee
- erleperle
- Hey Lucy
- Prjónakona
- Hun som köber for meget garn
- innblástur
- Nevernotknitting
- Eva Anette
- heilög belja
- Hot needles
- Splityarn
Gagn og gaman
- pink by post
- Rowan
- Knotions
- Modern country
- Syko
- Seiðkona.is
- Náttúra.is
- SarahLondon
- Soliga
- Aldís bæjarstjóri
- Raverly
- Handprjónasambandið
Hugleiðsla
- Zen Hugleiðsla
- Zen leiðbeiningar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ekkert leiðinlegra en að grúska yfir skruddum þegar vorið heldur innreið sína, og lóan! Þú átt alla mína samúð.
Rut Sumarliðadóttir, 4.4.2009 kl. 12:36
Þetta vill maður :) :)
Soffía Valdimarsdóttir, 4.4.2009 kl. 13:15
En hvernig er það þá Fía ! Fíar þú kannski skruddurnar þá núna :(
Hörður B Hjartarson, 4.4.2009 kl. 17:02
furðurlegt að þú sem sögð ert vera:
geðveikur dýrahatari frá helvíti og mannviðbjóður,
hræsnari,
fífl,
smekklaus,
ófær um að eiga börn og ´mannverur´,
upptekin af eigin rassgati (nokkuð til í því !),
óþroskuð,
ófyndin,
óskýr,
illa upp alin,
...skulir vera fær um að leggja öðrum lið og hvað þá að bera vott af umhyggju fyrir náttúru og umhverfi
Anna Erla (IP-tala skráð) 4.4.2009 kl. 17:14
Fía ! Það er greinilegt þú átt þér aðdáendur
Hörður B Hjartarson, 4.4.2009 kl. 19:15
Róaður þig systir góð, það er nú ekki eins og ég fái ekkert upp úr krafsinu!
Hvað þýðir að fía skruddur ?
Soffía Valdimarsdóttir, 4.4.2009 kl. 19:21
Íslenska Orðabókin segir mér ; að fía = að hata .
Hörður B Hjartarson, 5.4.2009 kl. 13:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.