Leita í fréttum mbl.is

Enga gamlingja hér!

Þannig er að ég hef í einhver 10-11 ár fengið tölvupóst sem er ætlaður nöfnu minni í allt öðru bæjarfélagi.

En af því að Ísland er lítið land þá vildi svo til að ég þekkti örlítið til konunnar og gat með lagni og yfirlegu komist að því hvert hennar raunverulega netfang var og er. Svo sendi ég henni póst og sagði henni frá þessum ruglingi.

Nú nú, áframsendu mér bara það sem þér sýnist eitthvað merkilegt!
Já ekkert mál sagði ég eins og hlýðnar litlar konur gera jafnan.
Svo er ekkert með það að ég sendi henni reglulega mikilvægar fundargerðir og svona eitt og annað sem mér sýnist ábúðarfullt mikilvægt stöff.
Hins vegar er ég ekkert að stressa mig yfir póstinum frá Eddu-bókaklúbbi um klobbasnyrtigræjur og þannig lagað drasl.

Konan ætlaði á sínum tíma að láta viðeigandi aðila alltaf vita jafnóðum að þeir væru að senda á vitlaust póstfang. En það hefur nú ekki gengið betur en þetta.
Æ hún er örugglega bara hundþreytt og úttauguð ungamamma sem frestar þessu dag frá degi og allt inn í eilífðina.

Nema hvað að fæ ég ekki í dag þennan líka huggulega póstu þar sem nafna mín er boðin í krafti félagasamtaka sem hún tilheyrir á opnunarhátíð nýs íþróttamannvirkis á höfuðborgarsvæðinu. Nefnilega félagi eldri borgara !

Nooh! Það er bara svona!
Þetta er þá bara gömul skrugga án krakkaskrípa og svoleiðis löngu hætt að vinna örugglega og ég veit ekki hvaðog hvað. Hún sem sagt bara fílar að hafa mig sem ruslapóst-síu fyrir sig. Kannski alltaf langað að vera very important person og hafa ritara og þannig.

Ég nenni samt ekkert að vera að æsa mig yfir þessu.
Fyndið að fylgjast með hvernig sú gamla sendir boðsaðilanum puttann í e-mail sendingum þeirra á milli (sem fara í gegnum mig skiljiði) þar sem gamla fólkið í þessum tiltekna bæ fær ekki inni í þessu nýja íþróttahúsi né því gamla. Hún lætur hann svoleiðis heyra það.

Ég skemmti mér konunglega og ákvað að deila þessu með ykkur enda ekki verið beðin fyrir þagnmælsku í þessu sambandi og þigg ekki laun fyrir áðurnefnd ritarastörf.

Fyndnar svona gamlar kerlur - ég ætla að verða svona!
xxx
Fía litla



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Soffía Valdimarsdóttir
Soffía Valdimarsdóttir
Bara ég sjálf hvort sem ykkur líkar það betur eða verr!
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband