Leita í fréttum mbl.is

Er ekki tími til kominn að sulta?

Vitiði, ég á svo mörgum góðum konum svo margt að þakka að ég held ég verði bara bráðum að fara að sulta!

Þetta eru konur af öllum stærðum og gerðum. Ein lánaði mér glósurnar sínar úr norrænni trú. Önnur lánaði mér teiknimyndasögur um goðin og helstu goðsögurnar. Ein ætlar með mér á námskeið í Aarhus-háskóla í sumar. Ein er sérlegur tískuráðgjafi minn. Ein lætur mér líða vel á mánudagskvöldum kl. 9. Og ein gefur mér alltaf meira af sér en ég borga henni fyrir.

Chilisulta held ég það verði. Hún bræðir hjörtu og gleður munna skilst mér. Ekki það að ég viti það enda hef ég aldrei lært að borða sultu. Ég fæ hreinlega hroll við tilhugsunina um að skemma fullkomið ristað-brauð með sykri.

En það er bara svo gaman að búa til sultur og að ég tali nú ekki um að gefa þær.

Ef ég væri kall væri ég grenjandi á hverju kvöldi yfir því dauðans óréttlæti að fá ekki að fæðast kvenkyns!
Hvaða kall myndi til dæmis gefa öðrum kalli sultu í þakklætisskyni fyrir það eitt að vera til?
Enginn held ég bara.
Kallar vita ekki hvað þeir fara á mis við á hverjum einasta degi.
Og það eina sem þeir fá í staðinn er typpi og hærri laun.

Nei má ég þá heldur vera typpislaus kona allan daginn alla daga og gefa vinkonum mínum sultukrukkur með borða þegar mig langar til.
xxx
Fía litla


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hörður B Hjartarson

Eigum við að skipta í einn dag ?

Hörður B Hjartarson, 25.3.2009 kl. 01:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Soffía Valdimarsdóttir
Soffía Valdimarsdóttir
Bara ég sjálf hvort sem ykkur líkar það betur eða verr!
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband