Leita í fréttum mbl.is

Sterkar konur

Í gær hitti ég konu sem hratt af stað miklum vangaveltum um sterkar konur.

Hún er vel roskin. Ber sig vel. Fer flestar sínar ferðir fótgangandi en á þó nýlegan bíl sem hún skellti sér á fyrir einhverjum árum. Henni fannst svona betra að hafa hann innan seilingar ef á þyrfti að halda. Þá hafði hún ekki löngu áður keypt sér nýja íbúð. Það fannst henni skynsamlegt þar sem erfitt og dýrt væri að standa í viðhaldi á því gamla.
Hún er sjálfstæð og sterk kona.

Þessi kona losnaði við eiginmann sinn og barnsföður fyrir rúmum 20 árum.
Já ég segi losnaði við, því hann var svo sannarlega mikið ok á hennar herðum.
Hann var auðvitað blautari en æskilegt er.
Stundaði landasuðu af kappi i bílskúrnum.
Sinnti börnunum aldrei nokkurn skapaðan hlut enda það kvenmannsverk að hans mati.
Hann var illur í skapi og beitti andlegu ofbeldi óspart á sína fjölskyldu.
Nú og svo hélt hann auðvitað grimmt framhjá eða eins oft og mikið og hann mögulega fékk tækifæri til.

Árin liðu í hjónabandssælunni og konan fékk á sig það orð að hún væri slæm á taugum.

Allir vissu hvers lags ólíkindatól kallinn var en hann mætti í sína vinnu og þar með var hans aðkoma í lagi.
Hún var hins vegar eins og ég sagði, slæm á taugum, eitthvað vansæl - kannski þunglynd.

Hlutskipti þessara hjónakorna í lífinu hefur snúist við svo ekki sé meira sagt.
Hann er ennþá fyllibytta, ennþá andfélagslega þenkjandi ofbeldisseggur sem flestum stendur stuggur af og vilja sem sjáldnast hafa nálægt sér. Börnin hans tala helst aldri við hann og afabörnin eru honum næsta ókunnug.
Hún er hins vegar frjáls manneskja.
Hún vinnur sína vinnu fyrir lítil laun sem henni duga þó vel fyrir öllum hennar þörfum.
Hún hefur stjórn á sínu lífi, stundar áhugamál sín af ástríðu, fjármálin eru í jafnvægi og hún á góð samskipti við börnin sín og þeirra fjölskyldur.

Það er allt fullt af svona konum í kringum okkur.
Þetta eru konur sem kunna að fara með.
Þær sníða sér stakk eftir vexti.

Sterkar konur eru nefnilega ekki bara bókmenntaminni úr fornum sögum.
Þær eru staðreynd á Íslandi í dag.

Við hefðum kannski átt að fara af stað með kvennaframboð?
xxx
Fía litla


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Soffía Valdimarsdóttir
Soffía Valdimarsdóttir
Bara ég sjálf hvort sem ykkur líkar það betur eða verr!
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband