Leita í fréttum mbl.is

Viðstöðulaust frekjukast Sjálfstæðismanna í þinginu.

Alveg er það stórbrotið að fylgjast með Sjálfstæðismönnum fara mikinn í ræðustól Alþingis þessa dagana vegna meints skorts á aðgerðum til að bjarga heimilunum í landinu.

Alveg frá því að ég man eftir mér var helsta forvígismál þessa flokks að standa vörð um hagsmuni atvinnurekenda. Hvers kyns smákóngar eins og heildsalar og fasteignasalar voru í sérstöku uppáhaldi við hlið stórútgerðamanna á landsbyggðinni.

Svo með tímanum og breyttri heimsmynd færðist áherslan á fjárfesta og stór-fjármagnseigendur hvers konar.

það sprenghlægilegasta af þessum skrípaleik öllum saman er að allar götur frá því að ég fór að fylgjast með hefur söngurinn um mikilvægi einstaklingsfrelsisins hljómað hátt og snjallt hvar sem þessi hjörð hefur farið.
Frelsi einstaklingsins til athafna er hið eina sanna takmark að þeirra sögn.
Því ríkari sem einstaklingurinn er því frjálsari skal hann vera.
Það er mergurinn málsins og hefur alltaf verið.

Mýmargir Sjálfstæðismenn vilja til dæmis að fólki sé heimilt að borga sig framar í raðir þeirra sem bíða eftir læknisþjónustu hvers konar og aðgerðum á sjúkrastofnunum landsins. Það stendur víst til af hálfu Sjálfstæðisflokksins að einkavæða heilbrigðiþjónustuna í landinu.
Allar yfirlýsingar um annað er helvítis lýgi.

Hversu frjálsir verðum við einstaklingarnir þá og hversu frjáls erum við núna eftir nær 20 ára samfellda stjórnartíð Sjálfstæðisflokksins?

Síðast þegar ég gáði erum við almennir Íslendingar ófrjálsari en nokkurn tíma nú í augnablikinu.
Og það verða börnin okkar líka.
Ekki kaupa þau sér til dæmis íbúð alveg næstunni.
Nei þau munu vera bundin yfir okkur foreldrunum eins og við munum vera bundin yfir því að halda þeim heimili.
Það er að segja þau okkar sem munum eiga því láni að fagna að eiga eitthvert heimili yfirleitt.

Mér býður við málflutningi Sjálfstæðismanna í þinginu þessa dagana.
xxx
Fía litla


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Soffía Valdimarsdóttir
Soffía Valdimarsdóttir
Bara ég sjálf hvort sem ykkur líkar það betur eða verr!
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband