Leita í fréttum mbl.is

Farvel!

Ég fagna þeirri ákvörðun Ingibjargar Sólrúnar að vikja af pólitíska sviðinu.
Helst þá vegna þess að veikt fólk á að vera í veikindafríi þar til því er batnað.

Þó ekki síður vegna þess að ég tel að ástarsamband hennar við Sjálfstæðisflokkinn hafi valdið meiri skaða en við kannski áttum okkur á. Það er nú einu sinni þannig að mörg konan hefur farið flatt á misráðnu hjásofelsi. Kallinn stendur hins vegar jafnan upp frá hvílunni heill og óskaddaður.

Þessi hvílubrögð ollu skjálfta á vinstri væng íslenskra stjórnmála á sínum tíma og gera enn.
Mestur skaðinn er sá að þessi gerningur veikti trúverðugleika þeirra einstöku stjónrmálamanna Samfylkingarinnar sem lögðu blessun sína yfir sambandið. Breið samstaða á félagshyggjusviðinu er síður framkallanleg eftir þetta feilspor Ingibjargar Sólrúnar.
Í bili að minnsta kosti.
Ég meina hver treystir fólki sem sefur hjá óvininum fyrir bland í poka?
Ekki ég, svo mikið er víst!

Nú vona ég að konan jafni sig á veikindum sínum fljótt og vel eins og ég vona að við sem eftir sitjum berum gæfu til að græða sárin í sameiningu.

Hver í sínu rúmi, það fer best á því
xxx
Fía litla


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Soffía Valdimarsdóttir
Soffía Valdimarsdóttir
Bara ég sjálf hvort sem ykkur líkar það betur eða verr!
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband