20.2.2009 | 09:37
Engin kreppa hjá mér!
Vinkonur eru betri en annað fólk!
Og ég er svo lánsöm að eiga fullt af þeim.
Um síðustu helgi var ég t.d. í fertugsafmæli hjá einni þeirra. Þar voru saman komnar um 40 frábærar konur. Það er alveg sérstök dínamík í svona samkomum. Kyrrstaða, bæði andleg og líkmleg er eiginlega ekki valmöguleiki eftir svona kvöldstund. Reyndar er afmælisbarnið sjálft með hressari konum. Maður bókstaflega lifnar við að vera nálægt henni.
Svo í gærkvöldi fékk ég 4 bekkjarsystur mínar í heimsókn. Einni datt í hug á dögunum að halda bekkjarpartý. Frábær hugmynd og bara frábærar konur. Ókey Sædís er auðvitað fáviti en............
Í kvöld eru það svo aðalskvísurnar úr 67 árganginum + ég. Dinner hjá Kolbrúnu og hver veit hvað. Þær eru gríðarlega kraftmiklar konur. Ólíkar, en allar miklir skörungar. Innspýting alltaf að hitta þær. Hlakka til!
Svo á ég frábærar frænkur sem ég hitti alltof sjaldan. Sumar eru stöllur mínar í aldri. Aðrar eru eldri og svo enn aðrar yngri. Því lengur sem ég lifi því vænna þykir mér um þær. Það eru svo mikil verðmæti í frænkum. Í sumar hittust til dæmis 162 frænkur mínar úr móðurætt og maður lifandi, salurinn bókstaflega titraði af jákvæðri og uppbyggilegri elsku og samhyggð. Stórkostlegt!
Svo á ég eina sem ég deita reglulega en aðeins of sjaldan reyndar í augnablikinu. Hún hlær meira og hærra en flestir aðrir. Sérkennilega fallega innréttuð kona. Sé þig á mánudaginn, Háma 12:30!
Ein er lítil og ljóshærð, með blá augu sem sjá inn í sálina á manni. Hana sé ég alveg hræðilega sjaldan orðið. Skiptir kannski engu því við þekkjumst svo vel að það fer enginn tími í upphitun þegar við hittumst.
Einni kynntist ég fyrir 22 árum þegar hún álpaðist í Gjánna með þeim ófyrirsjáanlegu afleiðingum að hún situr uppi með Hannes það sem eftir er vonandi. Hún er klettur í hafinu, haukur í horni og fræg fyrir það hversu þægilegt er að vera nálægt henni. Enda á hún ekki færri en 683 vinkonur - í það minnsta. Ómetanleg.
Svo síðast en ekki síst á ég eina systir og eina mömmu. Mamma veit að hún má alls ekki segja mér til eða skipta sér af neinu sem ég geri. En það er gott að hafa hana þarna innan seilingar og hún klikkar aldrei. Anna systir er hins vegar minn helsti ráðgjafi í einu og öðru. Sérstaklega þó þegar ég þarf að kaupa föt sem þarfnast mátunar í sokkabuxum og svo ekki síður ´ef það sé með tökkum´. Þegar vídeóbyltingin varð á 9. áratugnum fór hún á milli húsa í götunni og tengdi og stillti saman tæki og sjónvörp fyrir nágrannana. Í dag er hún úttaugaður leikskólakennari. Þetta er náttlega rugl!
Stöllur mínar, fegurstu þjóðfræðingar í heimi, eru svo líka verðandi vinkonur mínar.
Svo þið sjáið að það er engin kreppa hjá mér!
Elska ykkur allar.....
xxx
Fía litla
Færsluflokkar
Bloggvinir
- 810
- leifurl
- latur
- hjolaferd
- birgitta
- katrinsnaeholm
- vefritid
- ragnarfreyr
- dofri
- halkatla
- svavaralfred
- kolgrima
- svala-svala
- helgafell
- bjarnihardar
- brell
- salkaforlag
- brjann
- gattin
- brandarar
- ebbaloa
- eddabjo
- kokkurinn
- gudmundurhelgi
- hallarut
- snjolfur
- disdis
- holmdish
- haddih
- kreppan
- jenfo
- larahanna
- lillagud
- loaloa
- rutlaskutla
- klarak
- vilborg-e
Tenglar
Þjóðfræði
- Oral Tradition Allt um munnlega hefð
- Snopes Sögusagnir
- Árnastofnun Íslensk fræði
- Þjóðbrók Félag þjóðfræðinema
- Félag þjóðfræðinga
- Sagnanet Um íslenskar fornbókmenntir
- Sagnagrunnur Íslenskar sagnir
- Orðanet Samheitaskrá Árnastofnunar
- Orðabók Háskólans
- Spurningalistar Þjóðminjasafnsins
- Þjóðminjasafnið
Íslensk prjónablogg
prjónakonur
- sheep in the city
- sittin´here knittin
- string theory
- nake-id knits
- Harpan
- 2 pinde
- Norræn prjónablogg
- purlbee
- erleperle
- Hey Lucy
- Prjónakona
- Hun som köber for meget garn
- innblástur
- Nevernotknitting
- Eva Anette
- heilög belja
- Hot needles
- Splityarn
Gagn og gaman
- pink by post
- Rowan
- Knotions
- Modern country
- Syko
- Seiðkona.is
- Náttúra.is
- SarahLondon
- Soliga
- Aldís bæjarstjóri
- Raverly
- Handprjónasambandið
Hugleiðsla
- Zen Hugleiðsla
- Zen leiðbeiningar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 56438
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
elska þig líka og Sædís er náttúrulega bara klikkuð
Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 20.2.2009 kl. 15:33
Já sæll.....ég veit nú ekki hvernig ég á að svara þessum líka ömurlega pistli hjá minni FYRRVERANDI vinkonu.
En eitthvað hlýtur þér að þykja vænt um mig fyrst þú nefnir mig á þessu bloggi þínu
En samt sem áður ertu best Soffía mín og mér er það heiður að kallast vinkona þín Engin kreppa hjá mér í vinkonumálum,sem betur fer.
Love you
Þín VINKONA Sædís fáviti
Þú náðir mér ekki núna...kanski seinna hver veit
Sædís (IP-tala skráð) 20.2.2009 kl. 17:38
Næ þér næst!
Soffía Valdimarsdóttir, 21.2.2009 kl. 17:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.