Leita í fréttum mbl.is

Ég hlæ ekki lengur

Einu sinni hitti ég ungan mann í brúðkaupi. Hann var mjög fjálglega kjöftugur og skorti að því er virtist lítið upp á fullvissu um eigið ágæti. Allt í lagi með það.

Það sem hann vildi hins vegar ræða umfram annað við mig var mastersverkefnið sem hann var þá nýbyrjaður að vinna í mannfræði. Það átti að verða eins konar úttekt á því sem hann kallaði sjálfur ,,alls kyns kukl og nýaldarspeki,,. Um leið og hann lýsti þessu hugðarefni sínu baðaði hann út höndunum, glotti og ranghvolfdi í sér augunum. Það var held ég áreiðanlega til þess gert að ekki færi á milli mála að hann væri sko enginn vodopredikari.
Nei hann var merkilegur vísinda- og fræðimaður!

Samtalið varð bæði langt og áhugavert. Hvoru tveggja var það að hvers kyns kukl heillar mig mjög og svo hitt að viðhorf drengsins til viðfangsefnis síns fannst mér ákaflega sérstakt svo ekki sé meira sagt.
Hann sum sé var ákveðinn í að eyða tveimur árum að minnsta kosti af sínu lífi og á framfæri íslenska ríkisins að mestu leyti í það að rannsaka eitthvað sem hann gat ekki nógsamlega áréttað að honum finndist í alla staði fáránlegt og ætti tæpast tilverurétt yfirleitt.

How very postmodern eitthvað hugsaði ég þá.
Núna hugsa ég hins vegar æ meir í þá veru hversu hrikalega mótsagnarkennd lífsýn þessa unga manns er lífsýn þess fólks sem fer á fætur á morgnana staðráðið í því að láta gott af sér leiða þann daginn.

Kuklarar, ef ég nota bara orðfæri drengsins, eru nefnilega að mínu viti flestir hverjir sannkallað hugsjónafólk.
Alveg áreiðanlega misskilvirkt og hæfileikaríkt eins og aðferðafræði þess er örugglega líka.
Kuklarar eru eins og læknar voru áður en þeir fengu gæsluvaktarfrí og námsleyfi og næturvaktaálag og styrki frá lyfjafyrirtækjum og boð á ráðstefnur í útlöndum og.................
Kuklarar eru kannski pínulítið eins og kennarar.
Þeir vilja gera gagn!

Nei vitiði - einu sinni hló ég að kuklurum eins og Ragnheiði Ólafsdóttur árulesara og varaþingmanni Frjálslyndaflokksins. En ég hlæ ekki lengur.

Sjálf er ég nefnilega komin af landsfrægum kuklurum í föðruætt.
Þórunn grasakona/ljósmóðir og Erlingur grasalæknir auk kannski Ástu grasa eins og hún var oftast kölluð eru þekktust þeirra en grasafólk og ljósmæður eru í hópi áa minna og edda að minnsta kosti í 300 ár.

Engu þeirra náði ég að kynnast sjálf nem Ástu lítillega. Og henni var sko slétt sama þótt fólk fitjaði upp á nefið. Hún trúði því staðfastlega að hún væri að gera gagn og hélt því órtauð áfram þótt það hlægi að henni á stundum.

Skál i eplaediki!
xxx
Fía litla


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Enda er það staðreynd að hin þekktu "kuklarafræði" hafa verið grundvöllur allrar læknisfræði í heiminum, og öll grösin og íslenskujurtirnar  sem eru og hafa verið notuð í lyf, eftir að lyfjaframleiðsla hófst, en voru áður seydd og /eða soðin af grasakonum og körlum, öðru nafni kuklurum.

Og reynsla mín er sú að enn í dag virka seyðin frá "kuklurunum" í mörgum tilvikum betur, en þau kemísku sem maður fær í apótekum.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 19.2.2009 kl. 19:42

2 Smámynd: Hulda Bergrós Stefánsdóttir

sjáðu bara kremin frá Villimey og sápuna með kaffikorknum...mamma lét drengina á mínu heimili alltaf nota kaffikork við að ná af sér smurningu

meira kukl

Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 19.2.2009 kl. 22:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Soffía Valdimarsdóttir
Soffía Valdimarsdóttir
Bara ég sjálf hvort sem ykkur líkar það betur eða verr!
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 56438

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband