1.2.2009 | 17:03
Those Were the Days.......
Við þurfum að vita hvers vegna við fylgjum einhverri tiltekni stefnu áður en við ákveðum að leggjast á sveif með henni.
Ég skil svo vel af hverju Sjálfstæðismenn fylgja og styðja sitt fólk. Það er ekkert sérstakt eða einkennilegt við það þótt ég tali stundum eins og mér sé fyrirmunað að átta mig á heimsku þeirri.
Það er einfaldlega vegna þess að hugsjónin í frjálshyggjunni í sinni tærustu mynd er ósköp falleg. Hún gengur út á mikilvægi hvers einstaklings og þess að hver og einn eigi jafna möguleika til þroska og viðgangs í lífinu.
Hvernig er hægt að segja annað en að þetta séu fallegar og vel meintar hugmyndir?
Málið er bara að þær ganga ekki upp!
Þær ganga ekki upp vegna þess að maðurinn er fyrst og síðast félagsvera!
Peter L. Berger er/var gamall forvígismaður í félagsvísindum sem ég las einhvern tíma í framhaldsskóla á síðustu öld. Hann setti m.a. fram svokallaða Hlutverkakenningu sem er hrein snilld. Hún gengur út á að hver manneskja hafi í raun mörg hlutverk á hverjum tíma, tilheyri mörgum misjöfnum hópum og að hægt sé að greina þessi hlutverk og þannig skilja gang verksins.
Hlutvek frjálshyggjunnar og áherslan á einstaklingshyggjuna var mikilsvert þegar það kom fram á sínum tíma. Sjálfstæðisflokkurinn er til að mynda stofnaður til þess að knýja fram sjálfstæði þjóðar. Hugmyndirnar sem maður les á milli línanna í textum Sjálfsstæðisbaráttunnar eru einmitt þess eðlis að þjóðin sé einstaklingur sem fái ekki notið sín.
Þetta er allt saman gott og blessað.
En svo þegar hagfræðilegur markaðsfasismi og félagslegur Darwinismi er komin í bland við frjálshyggjuna auk þess sem eignarétturinn verður öllum réttindum mikilvægari verður til svo útþaninn og yfirþyrmandi einstaklingshyggja að maðurinn, þessi félagsvera sem hann er fær ekki þrifist.
Hugmyndafræði Sjálfstæðisflokksins er of naív en á sama tíma of langt frá öllu náttúrulegu til að eiga við um lengri tíma.
Takk fyrir Sjálfstæðisbaráttuna - hún var ægilegt æði.
En nú er komið gott!
Önnur gildi en einstaklingshyggja og ægivald eignaréttar þurfa að komast að til að koma jafnvægi á samfélagið.
Gleymum því ekki eins og Berger sagði einhvern tíma að maðurinn er í samfélaginu en samfélagið er líka í manninum.
það verður að vera jafnvægi og eðlilegt flæði hugmynda og lífsgilda.
Við þurfum að stokka upp.
Við þurfum að geta þakkað það sem liðið er og vel gert.
Við þurfum að geta vikið fyrir nýjum hugmyndum og nýju fólki.
Reynum að bera gæfu til þess - saman.
xxx
Fía litla
Færsluflokkar
Bloggvinir
- 810
- leifurl
- latur
- hjolaferd
- birgitta
- katrinsnaeholm
- vefritid
- ragnarfreyr
- dofri
- halkatla
- svavaralfred
- kolgrima
- svala-svala
- helgafell
- bjarnihardar
- brell
- salkaforlag
- brjann
- gattin
- brandarar
- ebbaloa
- eddabjo
- kokkurinn
- gudmundurhelgi
- hallarut
- snjolfur
- disdis
- holmdish
- haddih
- kreppan
- jenfo
- larahanna
- lillagud
- loaloa
- rutlaskutla
- klarak
- vilborg-e
Tenglar
Þjóðfræði
- Oral Tradition Allt um munnlega hefð
- Snopes Sögusagnir
- Árnastofnun Íslensk fræði
- Þjóðbrók Félag þjóðfræðinema
- Félag þjóðfræðinga
- Sagnanet Um íslenskar fornbókmenntir
- Sagnagrunnur Íslenskar sagnir
- Orðanet Samheitaskrá Árnastofnunar
- Orðabók Háskólans
- Spurningalistar Þjóðminjasafnsins
- Þjóðminjasafnið
Íslensk prjónablogg
prjónakonur
- sheep in the city
- sittin´here knittin
- string theory
- nake-id knits
- Harpan
- 2 pinde
- Norræn prjónablogg
- purlbee
- erleperle
- Hey Lucy
- Prjónakona
- Hun som köber for meget garn
- innblástur
- Nevernotknitting
- Eva Anette
- heilög belja
- Hot needles
- Splityarn
Gagn og gaman
- pink by post
- Rowan
- Knotions
- Modern country
- Syko
- Seiðkona.is
- Náttúra.is
- SarahLondon
- Soliga
- Aldís bæjarstjóri
- Raverly
- Handprjónasambandið
Hugleiðsla
- Zen Hugleiðsla
- Zen leiðbeiningar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.