30.1.2009 | 12:12
Vitiði?
Þarna úti einhvers staðar eru missjúkir bankakallar sem hlægja að okkur eins og þeir eigi lífið að leysa!
Þeir eru búnir að hlægja svo mikið að þeim er illt í þyndinni. En þeir bara geta alls ekki hætt að hlægja. Þeir geta það ekki af því að við erum bara svo rosalega hlægileg. Við erum svo hlægileg að þótt allir trúðar í heiminum kæmu saman gætu þeir ekki látið sig dreyma um að vekja svona mikinn hlátur eins og við almúginn gerum núna.
Hvernig dettur ykkur í hug að tala um að sannleikurinn verði að koma í ljós?
Hvernig dettur ykkur í hug að tala um að þeir sem beri ábyrgð verði að borga?
Hvernig dettur ykkur í hug að tala um að ríkisstjórnin verði að gera eitthvað?
Skiljið þið ekki að það er ósköp lítið hægt að gera úr þessu?
Hér er allt í voða.
Skaðinn er skeður - og við, almúginn, getum ekkert gert annað en að vera dugleg og nægjusöm og þolinmóð og bjartsýn og þæg og góð af því að hvort sem okkur líkar betur eða verr þá geta engir aðrir en við sjálf reist Nýja-Ísland. Það ætlar enginn að gera það fyrir okkur. Ekki fjármálageirinn, ekki Evrópusambandið, ekki Norðurlöndin og ekki flokkarnir.
Við verðum að gera þetta allt saman sjálf!
Bankakallarnir vita þetta en við ekki -
Það er brandarinn........
xxx
Fía litla
Færsluflokkar
Bloggvinir
- 810
- leifurl
- latur
- hjolaferd
- birgitta
- katrinsnaeholm
- vefritid
- ragnarfreyr
- dofri
- halkatla
- svavaralfred
- kolgrima
- svala-svala
- helgafell
- bjarnihardar
- brell
- salkaforlag
- brjann
- gattin
- brandarar
- ebbaloa
- eddabjo
- kokkurinn
- gudmundurhelgi
- hallarut
- snjolfur
- disdis
- holmdish
- haddih
- kreppan
- jenfo
- larahanna
- lillagud
- loaloa
- rutlaskutla
- klarak
- vilborg-e
Tenglar
Þjóðfræði
- Oral Tradition Allt um munnlega hefð
- Snopes Sögusagnir
- Árnastofnun Íslensk fræði
- Þjóðbrók Félag þjóðfræðinema
- Félag þjóðfræðinga
- Sagnanet Um íslenskar fornbókmenntir
- Sagnagrunnur Íslenskar sagnir
- Orðanet Samheitaskrá Árnastofnunar
- Orðabók Háskólans
- Spurningalistar Þjóðminjasafnsins
- Þjóðminjasafnið
Íslensk prjónablogg
prjónakonur
- sheep in the city
- sittin´here knittin
- string theory
- nake-id knits
- Harpan
- 2 pinde
- Norræn prjónablogg
- purlbee
- erleperle
- Hey Lucy
- Prjónakona
- Hun som köber for meget garn
- innblástur
- Nevernotknitting
- Eva Anette
- heilög belja
- Hot needles
- Splityarn
Gagn og gaman
- pink by post
- Rowan
- Knotions
- Modern country
- Syko
- Seiðkona.is
- Náttúra.is
- SarahLondon
- Soliga
- Aldís bæjarstjóri
- Raverly
- Handprjónasambandið
Hugleiðsla
- Zen Hugleiðsla
- Zen leiðbeiningar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já Fía mín..það er alveg rétt hjá þér. Við þurfum að gera þetta sjálf og hætta að setja traust okkar eitthvað út í buskann. Við erum björgunarbátarnir sem allir eru að leita af.
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 30.1.2009 kl. 12:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.