Leita í fréttum mbl.is

Þetta var alla tíð dauðadæmt

Ég veit ekki hvað mér finnst um augljós stjórnarslit á allra næstu dögum eða klukkutímum eða það er að segja það hvernig þau munu verða tilkomin vegna óánægju innan Samfylkingarinnar og í hennar nafni. Hefði ekki verið sannara að gera þetta fyrr? Fyrir nú utan það að þessi stjórn átti aldrei að fæðast til þess eins að deyja á barnsaldri.

Sjálf sagði ég mig úr flokknum í vor vegna megnrar óánægju með linkind og stefnuleysi míns fólks sem hafði lagst gjörsamlega flatt fyrir Sjálfstæðisflokknum.

Ég þekki engann Samfylkingarmann sem var reglulega ánægður með þessa stjórnarmyndum á sínum tíma. Fyrir mitt leyti átti þetta aldrei að verða. Sennilega voru þó ákveðnir aðilar í forystu flokksins sem ætluðu að komast til valda - sama hvernig það yrði. Um þetta er ég sannfærð. Þetta voru sárafáir einstaklingar með ISG í fararbroddi.

Að gera ekkert í því að má nafn okkar Íslendinga af lista hinna viljugu þjóða var eitt og sér nægjanleg ástæða fyrir mig til að snúa baki við flokknum. Því hefur ekki einu sinni verið mótmælt formlega af hálfu Samfylkingarinnar mér vitanlega.

Hins vegar er ég sannfærð um að mikið af fólki innan flokksins er sannarlega vinstrisinnað jafnaðarfólk eins og ég sjálf. Og það glittir í þetta hjarta þessa dagana.

Ég bíð satt að segja spennt eftir framhaldinu.
Verð ég áfram pólitískt munaðarlaus eða hvað?
xxx
Fía litla


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Soffía Valdimarsdóttir
Soffía Valdimarsdóttir
Bara ég sjálf hvort sem ykkur líkar það betur eða verr!
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 56438

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband