Leita í fréttum mbl.is

Þið eruð (d)rekin!

Ríkistjórn Íslands heyrir eitthvað ekki rétt vel.

Hún skilur ekki að fólkið í landinu, lýðurinn, hefur sagt henni upp og uppsagnarfresturinn er úti.

Annars er þetta bara fullkomlega súrreallískt ástand. Hugsið ykkur, í gær fór fram innsetning fyrsta blökkumannsins í embætti forseta Bandaríkjanna og maður missir einhvern vegin af því út af mótmælum á Austurvelli sem ættu ekki að þurfa að fara fram!
Ég hreinlega veit ekki yfir hvoru ég er brjálaðri.

En nú þurfum við að bretta upp ermarnar.
það eru tvær vikur í landsfund Sjálfstæðismanna. Verði stjórnin ekki farin frá þá sem hlýtur þó eiginlega að vera, þurfum við að fara að skipuleggja fjöldamótmæli þar.
Það þarf að plana vaktaskipti, útvega ýmsan tækjabúnað, hjálma og sundgleraugu svo eitthvað sé nefnt.
Svo þarf að skipuleggja aðföng og dreifingu matvæla og drykkja, ráða bráðaliða og setja upp kamra.

Við höfum nóg að gera þótt stjórnin verði brátt atvinnulaus.
Lifi byltingin!
xxx
Fía litla


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Andskotinn hafi það, lífið á ekki að fara á hold fram að landsfundi Sjálfstæðismanna!!!

Jóna (IP-tala skráð) 21.1.2009 kl. 10:56

2 Smámynd: Soffía Valdimarsdóttir

Nei þvert á móti eigum við öll að róa að því öllum ráðum að þeir hafi ekki stundlegan frið hvorki fram að fundi, á meðan á fundi stendur og að honum loknum.

Ég á nú við það að sá fundur sé vettvangur þar sem hægt er að gera þeim það ljóst sem í raun eiga sök á þessu ástandi öllu saman að þeir séu óvelkomnir í Nýja Íslandi.

Það er Sjálfstæðisflokknum að kenna fyrst og fremst að svona er komið!

Soffía Valdimarsdóttir, 21.1.2009 kl. 17:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Soffía Valdimarsdóttir
Soffía Valdimarsdóttir
Bara ég sjálf hvort sem ykkur líkar það betur eða verr!
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 56438

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband