Leita í fréttum mbl.is

Ýmislegt jákvætt í myrkrinu

Nú hefjast brátt strætóferðir á milli Hveragerðis og Reykjavíkur. Næsta önn er reyndar svo einkennileg hjá mér að ég þarf aðeins að mæta tvo daga í viku. Þetta hefur aldrei raðast svona áður. Er auðvitað mjög glöð með þetta en strætó verður ekki eins mikilvægur fyrr vikið. En frábært fyrir alla hina.
Gott framtak!

Svo verður þrettándahátíð í litla gúrkubænum mínum. Blysför að Hamrinum með álfum sjálfsagt og huggulegheitum. Líka gott framtak.
Stend mig að því að velta því óþarflega mikið fyrir mér hvernig álfabúningarnir ættu nú helst að líta út. Held stundum að menntun flæki bara málin frekar en hitt :) :)

Svo gleðst ég yfir tiltektartilburðum nýs bankastjóra Kaupþings. Nú hafa 5 toppar fengið að fjúka í aðgerð sem hann kallar skerpingu skila á milli gamla og nýja bankans.
Ég tek ofan fyrir honum!

Og svo síðast en ekki síst fagna ég innilega frá mínum innsta kjarna dómi sem féll yfir barnaníðingi í gær. Skrýmslið fékk 8 ár sem er met í þessum efnum.
Ég treysti því að samfangar hans geri honum lífið lítt bærilegt á meðan á afplánun stendur.

Sennilega er Guð til eftir allt saman................
xxx
Fía litla


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hulda Bergrós Stefánsdóttir

já og ef hann er til þá er hann að öllum líkindum kona

Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 30.12.2008 kl. 21:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Soffía Valdimarsdóttir
Soffía Valdimarsdóttir
Bara ég sjálf hvort sem ykkur líkar það betur eða verr!
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband