29.12.2008 | 16:53
Fordómar gegn fordómum ?!
Nú virðist mér sem þjóðernishyggja sé mjög í uppsveiflu að minnsta kosti á Íslandi. Reyndar víða um heim, en það er augljósast sem liggur beint fyrir fótum manns.
Þjóðernishyggja er bannorð í munni margra fávísra manna í þessum heimi!
Þjóðernishyggju er spyrnt saman við alls kyns sullumbull eins og til að mynda rasisma og nasisma.
Þetta eru hins vegar hugmyndafræðilega aðskilin fyrirbrigði þótt svo sögulegar staðreyndir á borð við Síðari heimsstyrjöldina tengi þau órjúfanlegum böndum.
Þjóðernishyggja lýtur að því mannlega atferli okkar allra að leitast við að vera sérstök en um leið hluti af heild. Við beitum öll sömu aðferðum í þessu skyni. Við beitum aðgreiningu til að skilgreina hvað er okkar og hvað ekki. Þeir sem eru öðruvísi en VIÐ, þ.e. hegða sér öðruvísi, eru öðruvísi á litinn jafnvel, hafa annan húmor, aðrar matarvenjur, tala önnur tungumál, önnur trúarbrögð o.s.frv. o.s.frv. Verða HINIR.
Menn skipta fólki upp í tvo hópa: VIÐ og HINIR.
Að aðhyllast þjóðernishyggju er í raun ekki annað en að leggja áherslu á menningu og sérkenni ákveðina hópa sem hafa svo kölluð þjóðríki á bak við sig og hafa með tímanum fengið nafnið ÞJÓÐ.
Þjóðríkið varð til þegar þörf þótti á að styrkja nýja samfélagsgerð Evrópu í kjölfar iðnvæðingar og sívaxandi borgarmenningar.
Þjóð er fyrst og fremst hópur. Ýmislegt gerir hóp að þjóð. Í mínum huga er það ekki síst sameiginleg menning sem gerir hóp að þjóð. Það er ekki túlkun allra. Sumum finnst landfræðilegar forsendur grundvallaratriði í skilgreiningu þjóða.
Þetta er allt saman einstaklingsbundið enda eins og B. Anderson sagði svo eftir var tekið þá er þjóð ímyndað pólitískt og félagslegt fyrirbrigði.
Ef við viljum ekki viðurkenna að við séum þjóð hvað þá með aðra hópa sem við tilheyrum?
Átt þú í erfiðleikum með að viðurkenna að þú sért annaðhvort karl eða kona?
Ertu barn eða fullorðinn, eða er það eitthvað loðið?
Nei við getum vel leyft okkur að vera þjóð ef við viljum það - og ef við þorum !!!
Það er ekkert ljótt við þjóðernishyggju.
Hún er alls staðar í kringum okkur í núinu.
Þorir þú?
xxx
Fía litla
Færsluflokkar
Bloggvinir
- 810
- leifurl
- latur
- hjolaferd
- birgitta
- katrinsnaeholm
- vefritid
- ragnarfreyr
- dofri
- halkatla
- svavaralfred
- kolgrima
- svala-svala
- helgafell
- bjarnihardar
- brell
- salkaforlag
- brjann
- gattin
- brandarar
- ebbaloa
- eddabjo
- kokkurinn
- gudmundurhelgi
- hallarut
- snjolfur
- disdis
- holmdish
- haddih
- kreppan
- jenfo
- larahanna
- lillagud
- loaloa
- rutlaskutla
- klarak
- vilborg-e
Tenglar
Þjóðfræði
- Oral Tradition Allt um munnlega hefð
- Snopes Sögusagnir
- Árnastofnun Íslensk fræði
- Þjóðbrók Félag þjóðfræðinema
- Félag þjóðfræðinga
- Sagnanet Um íslenskar fornbókmenntir
- Sagnagrunnur Íslenskar sagnir
- Orðanet Samheitaskrá Árnastofnunar
- Orðabók Háskólans
- Spurningalistar Þjóðminjasafnsins
- Þjóðminjasafnið
Íslensk prjónablogg
prjónakonur
- sheep in the city
- sittin´here knittin
- string theory
- nake-id knits
- Harpan
- 2 pinde
- Norræn prjónablogg
- purlbee
- erleperle
- Hey Lucy
- Prjónakona
- Hun som köber for meget garn
- innblástur
- Nevernotknitting
- Eva Anette
- heilög belja
- Hot needles
- Splityarn
Gagn og gaman
- pink by post
- Rowan
- Knotions
- Modern country
- Syko
- Seiðkona.is
- Náttúra.is
- SarahLondon
- Soliga
- Aldís bæjarstjóri
- Raverly
- Handprjónasambandið
Hugleiðsla
- Zen Hugleiðsla
- Zen leiðbeiningar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hvað gerir okkur að þjóð?
Tungan, sagan.....fyrir utan að við erum öll talsvert skyld
Hólmdís Hjartardóttir, 30.12.2008 kl. 05:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.