28.12.2008 | 12:43
Líður að hefndum?
Skelfing er dautt yfirbragðið á litla þorpinu mínu nú um stundir!
Að sumu leyti má líklega segja að samstarf/dugleysi núsitjandi bæjarstjórnar/stjórnarandstöðu sé ánægjulegt. Hljómar vissulega mótsagnakennt -enda er það það.
Í fyrsta skipti frá því ég man eftir mér hreinlega er brostið á með miklum kærleikum vinstri/hægri, rauðum/bláum og óþægum/þægum í bæjarmálapólitíkinni í Hveragerði.
Hún er sum sé liðin í bili sú tíð að í hvert skipti sem maður brá sér út fyrir bæjarmörkin var maður spurður í háðungartón hvernig gengi í pólitíkinni í Hveragerði.
Í HVERAGERÐI HAFA MENN JÚ LÖNGUM SLEGIST BÆÐI INNAN FLOKKS OG UTAN UM VÖLDIN YFIR AKKÚRAT ENGU !!!
En núna eru allir vinir - af því að það er kreppa!
Einmitt. Mér er sem ég sjái nú þennan skrípaleikinn endast eitthvað.
Og jæja sveiattan jæja, kannski að það endist nú samt fram að næstu kosningum, eða kosningabaráttu öllu heldur.
En hver er afleiðingin?
Alger stöðnun í hálfdauðum bæ er það sem út úr þessu ástarsambandi fæst og ekkert annað!
Meira að segja Bláhver, málgagn Sjálfstæðisfélagsins kom varla út fyrir jólin að þessu sinni sem hann hefur þó gert með nokkrum sóma í árafjöld. Einn fölblár einblöðungur með prumpskrifum fáeinna embættisskrúfa var það sen kom í lúguna mína.
Og ekkert frá (mínu) fólki á vinstri vængnum - að minnsta kosti ekki í mitt hús.
Samstaða pólitík er aldrei annað en yfirvarp! Slíkt leiðir aðeins af sér stöðnun og dauða!
En þetta er ekki bara svona í mínu litla sveitaþorpi. Það er nú mergurinn málsins.
Það eru allir hættir að þora að vera til í þessu landi.
Það er allt samfélagið lagst í miðjumoð og doða.
Við erum öll deyjandi - andlega!
Embættismenn rændu okkur aleigunni og ærunni á meðan við sváfum móksvefni hins sprengsadda manns.
Þegar við röknuðum úr rotinu og áttuðum okkur í augnablik og kröfðumst réttlætis gáfu þeir okkur loforð um skil og efndir - skipuðu skilanefndir.
Það stendur hins vegar stórlega á bæði skilum og efndum.
Nú hlýtur brátt að líða að hefndum!!!
xxx
Fía litla
Færsluflokkar
Bloggvinir
- 810
- leifurl
- latur
- hjolaferd
- birgitta
- katrinsnaeholm
- vefritid
- ragnarfreyr
- dofri
- halkatla
- svavaralfred
- kolgrima
- svala-svala
- helgafell
- bjarnihardar
- brell
- salkaforlag
- brjann
- gattin
- brandarar
- ebbaloa
- eddabjo
- kokkurinn
- gudmundurhelgi
- hallarut
- snjolfur
- disdis
- holmdish
- haddih
- kreppan
- jenfo
- larahanna
- lillagud
- loaloa
- rutlaskutla
- klarak
- vilborg-e
Tenglar
Þjóðfræði
- Oral Tradition Allt um munnlega hefð
- Snopes Sögusagnir
- Árnastofnun Íslensk fræði
- Þjóðbrók Félag þjóðfræðinema
- Félag þjóðfræðinga
- Sagnanet Um íslenskar fornbókmenntir
- Sagnagrunnur Íslenskar sagnir
- Orðanet Samheitaskrá Árnastofnunar
- Orðabók Háskólans
- Spurningalistar Þjóðminjasafnsins
- Þjóðminjasafnið
Íslensk prjónablogg
prjónakonur
- sheep in the city
- sittin´here knittin
- string theory
- nake-id knits
- Harpan
- 2 pinde
- Norræn prjónablogg
- purlbee
- erleperle
- Hey Lucy
- Prjónakona
- Hun som köber for meget garn
- innblástur
- Nevernotknitting
- Eva Anette
- heilög belja
- Hot needles
- Splityarn
Gagn og gaman
- pink by post
- Rowan
- Knotions
- Modern country
- Syko
- Seiðkona.is
- Náttúra.is
- SarahLondon
- Soliga
- Aldís bæjarstjóri
- Raverly
- Handprjónasambandið
Hugleiðsla
- Zen Hugleiðsla
- Zen leiðbeiningar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (28.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.