Leita í fréttum mbl.is

Sumir dagar.......

.......eru öðruvísi.

Dagurinn í dag er held ég einn af þeim.
Það hefur svo margt óvenjulegt gerst í dag og samt er klukkn bara 11:36.

Í dag vaknaði ég á undan eiginmanninum. Eins og það sé nú ekki alveg hreint frímerkilegt útaf fyrir sig þá fór ég líka framúr á undan honum!
Já ég sver að þetta er satt.

Svo fór ég í sturtu, skaust í bakaríið og borðaði morgunmat alein með Mogganum.
Það hefur ekki gerst í einhver ár held ég bara.

Svo var grapesafinn sem ég kreysti í morgun svo brjálæðislega góður að ég er bara alveg sannfærð um að þetta verður einn af þessum dögum. Þegar eitthvað er svona stórkostlegt þá bara getur ekki annað verið en að maður hafi hitt á töfrastund. Þið sem hafið ekki lært að elska grapesafa getið huggað ykkur við að þið eigið þess enn kost að upplifa að minnsta kosti eitt stórkostlegt fyrirbrigði til viðbótar. Það bara bíður eftir ykkur.

Ég sendi ykkur smá augnablik af töfrastundinni minni - núna!
xxx
Fía litla


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Soffía Valdimarsdóttir

Já áreiðanlega gerir hún það.

En gaman að þú skulir vera lifandi þarna einhvers staðar úti í þvögunni. Hef ekki séð þig held ég bara síðan Ingvi og Guðný bjuggu í ljóta húsinu í Heiðarbrúninni.

Soffía Valdimarsdóttir, 6.12.2008 kl. 12:21

2 Smámynd: Soffía Valdimarsdóttir

Æ nei ég hef bara ekki nennt því ennþá. Þetta er svo bjálæðislegur tímaþjófur.....

Og já við erum orðin ógeðslega gömul (eða var það ekki það sem þú varst að meina með því að þú þekktir mörg föðurnöfn??? :) )

Soffía Valdimarsdóttir, 6.12.2008 kl. 14:21

3 Smámynd: Soffía Valdimarsdóttir

Hlááááááááááátur!

Soffía Valdimarsdóttir, 6.12.2008 kl. 15:42

4 Smámynd: Heimir Eyvindarson

Nú er klukkan 20.17. Er dagurinn ennþá jafn góður? Og grapesafinn! (oj)

Heimir Eyvindarson, 7.12.2008 kl. 20:18

5 Smámynd: Soffía Valdimarsdóttir

Tja þér eruð reyndar degi á eftir en hvað um það - veröldin er enn eitthvað svo undarlega dásamleg og greipsafinn batnar bara.

Soffía Valdimarsdóttir, 7.12.2008 kl. 21:31

6 identicon

ég held að það hafi eitthvað komið fyrir þig -ertu t.d. andsetin?  Það ert ekki þú að nota svona orð eins og yndislegt og dásamlegt!!!!  held þú ættir að fara að koma þér í jólafrí og grafa upp litla grumpna skrattakollinn sem við þekkjum öll svo miklu betur en þetta jákvæða krippildi sem þú ert að verða  ;)  Hilsen sys

Anna Erla (IP-tala skráð) 7.12.2008 kl. 22:29

7 Smámynd: Soffía Valdimarsdóttir

Svona svona Anna mín ég verð örugglega orðin geðfúl og sjálfri mér lík strax á morgun. Ætla nefnilega ekki í rúmið fyrr en heimapróf og ritgerðarfrágangur er um garð genginn þótt ég hafi tvo daga til stefnu. Nenni þessu helvíti ekki meir!!!!!!!!

Ertu nú ánægð? - Ég sagði helvíti...........

Soffía Valdimarsdóttir, 7.12.2008 kl. 22:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Soffía Valdimarsdóttir
Soffía Valdimarsdóttir
Bara ég sjálf hvort sem ykkur líkar það betur eða verr!
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband