Leita í fréttum mbl.is

Lögverndaðir perrar og góðir kennarar

Þá hefur enn einn klerkurinn verið sýknaður af kynferðislegri misnotkun á kvenfólki.

Það er ljóti andskotinn hvað það er lögverndað fyrirbrigði að vera perri.
Það er öllu ljótari andskoti hvað það er lögverndað fyrirbrigði að vera prestur.

Suma daga langar mig ekki að vera á fótum. Það er allt ranglátt, ljótt og öfugsnúið. Til hvers að reyna sitt besta í samfélagi sem hampar þeim umfram öðrum sem brjóta af sér?

Samt er glæta þarna einhvers staðar.
Ég geri ráð fyrir því að kennarar svona nokkuð almennt geri sér grein fyrir því hversu mikilvæg stétt þeirra er. Grunar jafnvel að margir hverjir séu í starfinu einmitt af því að á þeirra skólagöngu hafi góður kennari haft þau áhrif að viðkomandi fékk áhuga á að verða sjálfur kennari og hafa jákvæð áhrif á börn.

Í aðstæðum eins og þeim sem ríkja á Íslandi í dag er fólkið sem hugsar um börnin okkar mikilvægara en nokkru sinni áður. Að veita þeim tækifæri til að tjá sig um málefni líðandi stundar og svo aftur að fá útrás í skapandi starfi, það skiptir miklu.

Mín börn koma heim úr skólanum á hverjum degi með eitthvað jákvætt í farteskinu. Dóttir mín til dæmis er í handmennta-lotu núna. Hún kemur heim með nytjahluti í hverri viku sem hún ætlar að gefa í jólagjafir eða notar sjálf. Kannski ekkert nýtt en samt finnst mér ástæða til að ræða svona lagað einmitt núna.

Dótið sjálft er þó ekki það sem skiptir mestu. Það er innrætingin. Hún er til dæmis uppfull af því núna að það sé mjög margt hægt að gera fyrir litla peninga. Saumavélin mín er kominn upp á borð og hún rótar í öllu mínu dóti eftir álitlegu hráefni í meistaraverk.

Sjálf kenndi ég mínum krökkum að prjóna þegar þau voru 5-6 ára en þau tvö yngri uppgötvuðu það í skólanum hvað það er skemmtilegt og gefandi. Það hefur eitthvað með kennsluna eða öllu heldur kennarann að gera. Með því að prjóna eða suma jólagjafir handa vinum og vandamönnum fá börnin þessa dýrmætu hugmynd um að þau séu að gera gagn.

Ég bið ekki um meira - og þó, verð að segja að mér þótti álíka vænt um komment frá syni mínum á dögunum. Hann sagði sem svo að íslenskukennarinn sinn væri: alveg skemmtileg - hún er allavega með eðlilegan húmor!
Skapandi, gefandi og skemmtilegir kennarar, getur þetta orðið eitthvað betra?

xxx
Fía litla


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Soffía Valdimarsdóttir
Soffía Valdimarsdóttir
Bara ég sjálf hvort sem ykkur líkar það betur eða verr!
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband