Leita í fréttum mbl.is

Hvers virði ert þú?

Ég hef verið að velta því fyrir mér eins og sjálfsagt margir hvar verðmætin í landinu liggja í raun og hvernig megi nýta þau til bjargar.
Þá er ég ekki að tala um peninga heldur verðmæti.

Samkvæmt minni alþýðuhagfræði eru framleiðsuþættir þjóðar auðlindir hennar, framleiðslufyrirtækin eða vélakosturinn sem í þeim er og mannauðurinn sem felst í hvers kyns hugviti, þekkingu og vinnuafli öðru.

Nú bögglast dálítið fyrir mér satt að segja hvað það er sem nákvæmlega er skilgreinandi þegar kemur að því að verðmeta vinnuaflið. Er það greindarvísitalan, líkamlegur styrkur eða burðarþol manneskju, leiðtogahæfileikar, skipulagshæfileikar, færni í mannlegum samskiptum, menntun, færni á tæknisviði eða kannski heilbrigð skynsemi sem kemur til kasta þeirra sem skera úr um verðmat ?

Ætli það sé ekki sitt lítið af hvoru sem sker úr um það hversu verðmæt manneskja er og hlýtur það ekki líka að fara svolítið eftir því nákvæmlega hvaða verkefni henni er ætlað að leysa ?

Jú sennilega er þetta nokkurn vegin svona.

En hvernig stendur þá á því að þetta verðmat endurspeglast ekki í launum vinnuaflsins?
Hvernig stendur á því að tveir krakkar í framhaldsskóla eru ráðnir til afleysinga í segjum bankaútibúi úti á landi þar sem þau sitja hlið við hlið og vinna sömu störfin, allt eins - nema launin?
Hvernig stendur á því að hann fær um 35% hærri laun en hún?

Skoðum verðmatsforsendurnar aðeins:

Hefur hann hærri greindarvísitölu? Kannski en mér er ekki kunnugt um að sumarafleysingafólk fari í greindarpróf í atvinnuviðtölum.

Er hann líkamlega sterkari eða hefur meira burðarþol? Já það er ekki ólíklegt. Hins vegar er hæpið að það skipti miklu máli í gjaldkerastarfi í banka.

Hefur hann meiri leiðtogahæfileika, skipulagshæfileika, færni á tæknisviði, færni í mannlegum samskiptum eða er hans skynsemi heilbrigðari en hennar? Það má bara vel vera. Þó efast ég um að þessar upplýsingar allar saman hafi legið fyrir þegar þessir krakkar voru ráðnir til starfa.

Hvað er þá eftir? Já, að er menntunin. Hefur hann meiri menntun en hún? Nei þau eru bæði á framhalsskólastigi sem reiknast sem eitt skólastig samkvæmt öllum kjaratöflum sem ég hef séð óháð því á hvaða ári nemandi er nákvæmlega.

Hvað er það þá sem ræður þessu verðmati? Af hverju fær hann um 35% hærri laun en hún?

Nú er hann væntanlega ekki með brjóst. Getur verið að brjóst verðfelli fólk almennt? Nei sennilega ekki því það ku gefa vel í aðra hönd að sýna á sér brjóstin fyrir pening.

En hvað getur þá valdið þessu?
Eigum við kannski að skoða hvað það er sem hann hefur sem hún hefur ekki?
Mér dettur bara tvennt í hug: meira af líkamshárum, sérstaklega í andlitinu og svo typpi.

Aha - þetta hlýtur að vera svarið!

Ég sem sagt sem kona gæti hagnast verulega af því einu saman að verða mér út um aukin hárvöxt í andliti og typpi. hvað er nú til ráða?
Eitthvað minnir mig ég heyra um það í gamla daga að Nivea og jafnvel Atrix krem líka jyki hárvöxt. Eins það að raka sig reglulega, til dæmis á efri vörinni, það gæfi á endanum skeggrót.
Ókey þetta er reynandi - en þá vantar typpið.

Hvar fær maður typpi? Veit það einhver? Fær maður alvöru typpi við kynskiptaaðgerð? Er að dýrt? Geta allir farið í svoleiðis aðgerð sem óska eftir því? Er hægt að fá typpi án þess að fara í skurðaðgerð? Getur maður keypt typpi af dauðum manni og látið græða það á? Þarf typpið að vera lifandi og virka til að teljast alvöru? Gæti gervityppi kannski komið að sömu notum? Skiptir máli hvernig það er á litinn? Svart eða bleikt? Stórt, lítið, mjótt eða svert?
Eru öll typpi gjaldgeng? og svo framvegis og svo framvegis..................

Samkvæmt óútskýrðum launamun kynjanna á Íslandi í dag (18% síðast þegar ég vissi) skiptir stærð, litur eða lögun typpisins ekki máli. Það eina sem skiptir máli er að hafa svoleiðis hangandi framan á sér.

Athugið!
Typpi óskast fyrir lítinn pening. Nánari upplýsingar veitir undirrituð. Er í skránni.
xxx
Fía litla


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Soffía Valdimarsdóttir
Soffía Valdimarsdóttir
Bara ég sjálf hvort sem ykkur líkar það betur eða verr!
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband