Leita í fréttum mbl.is

Egill, fálkinn og fullorðnir karlmenn sem geta ekki hætt að leika sér.

Það er náttúrulega eitthvað stórkostlega mikið að ef Egill Helgason fær ekki Fálkaorðuna árið 2008 fyrir framlag sitt til eflingar og þróunar lýðræðis í landinu.

Ef að handboltastrákarnir áttu skilinn fálkann fyrir að leika sér á bankastyrkjum út um allan heim þá veit ég ekki hverjir eiga hann skilinn.

Það er auðvitað fyrirséð að nú munu í náinni framtíð einungis þeir stunda dýr sport sem virkilega hafa til þess ástríðu. það munu ekki margir verða til í að borga fullorðnum mönnum fyrir að leika sér í kreppunni.
Þetta er auðvitað stórgott mál.
Íþróttir munu jafnvel verða nákvæmlega það en ekki sá gróðavonarpyttur sem þær hafa verið í síauknum mæli undanfarna tvo áratugi eða svo.

Kannski að ég röfli aðeins um íþróttir fyrst ég er byrjuð......

Þegar ég var minni en ég er í dag bæði í sentimetrum og kílóum stundaði ég einar fjórar íþróttir líklega á einum eða öðrum tíma fyrir utan sund og leikfimi í skólanum.
Rósa frænka var reyndar orðin ískyggilega þaulsetinn gestur síðustu árin mín í grunnskóla en það er önnur saga og vandræðalegri.

Ég æfði sund í eitt ár og fannst það æðislegt.
Hætti þegar ég átti að keppa á móti númer tvö.

Ég æfði fimleika í ein þrjú ár.
Þurftum aldrei að keppa, bara halda skemmtilegar sýningar fyrir foreldra og nemendur einu sinni á ári.
Hætti þegar ég fékk þá flugu í höfuðið að sennilega væri ekki mjög pæjulegt að vera í fimleikum og lúðrasveit orðin þrettán ára gömul.

Svo æfði ég badminton með Guðnýju frænku í tæpan vetur.
Það var brjálæðislega gaman!
Það var svo brjálæðislega gaman að við pissuðum báðar niður oftar en einu sinni á æfingum á meðan Brynja og Kjartan Þór og Siggi bróðir voru að slást um titlana daginn út og daginn inn.
Hætti með látum og yfirlýsingum daginn áður en ég átti að keppa á fyrsta mótinu.

Að lokum æfði ég blak á Flúðum.
Varð skólameistari með mínum bekk (allt auðvitað af því að ég var svo góð - búin að læra reglurnar og allt)
Hætti þegar milliskólamótið átti að hefjast.

Nú er tvennt í stöðunni. Annað hvort var ég aumingi eða ég vildi fá að vera barn, njóta lífsins og ekki þurfa stöðugt að vera að sanna mig og mitt ágæti með stimplum annarra.

Mér er slétt sama hvað ykkur finnst
En ég hata keppnisíþróttir enn í dag.

Mér finnst að fullorði fólk sem vill leika sér eigi að standa straum af þeim kostnaði sem til fellur sjálft - og - mér finnst að Egill Helgason eigi að fá fálkann fyrir að vera það sem hann er: Stórkostlegur!

xxx
Fía litla


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Eyvindarson

Já, já já þú varst ágæt í íþróttum . Ég ætla samt að leyfa mér að vera ósammála þér, aldrei slíku vant. Semsagt með afreksíþróttirnar/keppnisíþróttirnar.

Ef íslenskur íþróttamaður, eða lið, nær árangri í sinni íþrótt verður það til þess að efla áhuga okkar hinna á að stunda þá íþrótt - og íþróttir almennt. Það er hlutur sem meira að segja Norðmenn hafa áttað sig á. Það varð t.d. alger sprenging á Selfossi eftir ólympíuleikana;  allir vildu æfa handbolta! Sem er auðvitað hið besta mál.

Norðmenn breyttu íþróttapólítík sinni nokkrum árum fyrir ólympíuleikana í Lillehammer og settu meiri pening í afreksíþróttir, uppbyggingu keppnishalla o.s.frv. Útkoman varð sú að æ fleiri Norðmenn náðu eftirtektarverðum árangri í íþróttum. Það leiddi af sér fleiri iðkendur í viðkomandi íþróttagreinum - og margfeldisáhrifin af því urðu þau að enn fleiri norðmenn fóru út að skokka! Eins og það hefði nú ekki verið nóg fyrir .

En í sambandi við það að þú hafir bara viljað fá að vera barn og njóta þess að leika þér - ekki vera sífellt að keppa - þá skil ég alveg hvað þú ert að fara. Það væri líklega hollara að draga úr áherslunni á keppnisíþróttir hjá börnum og unglingum. En hvað veit ég? Ég er þessi týpíski Íslendingur sem elskar að keppa - jafnvel þó ég tapi oftast .

Heimir Eyvindarson, 24.11.2008 kl. 22:51

2 Smámynd: Soffía Valdimarsdóttir

Segi það bara og meina það að óður hundur gæti ekki fengið mig til að hlaupa 100 metra í kappi við nokkuð annað en sjálfa mig. Ætli ég eigi ekki bara svona erfitt með að tapa - skyldi þó aldrei vera???

Soffía Valdimarsdóttir, 24.11.2008 kl. 23:34

3 Smámynd: Heimir Eyvindarson

Erfitt með að tapa. Þú? Neeeiiiiii!

Heimir Eyvindarson, 27.11.2008 kl. 22:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Soffía Valdimarsdóttir
Soffía Valdimarsdóttir
Bara ég sjálf hvort sem ykkur líkar það betur eða verr!
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband