Leita í fréttum mbl.is

Ég vil ekki sjá kosningar.

Eftir að hafa horft á Silfrið í gær held ég að við séum öll á miklum villigötum.

Það er vita tilgangslaust og úr öllu samhengi við valdastrúktúrinn í landinu að mótmæla fyrir framan Alþingishúsið fyrir nú utan að það er þar ekki nokkur kjaftur á laugardögum.

Mótmælin eiga að fara fram inni í höfuðstöðvum bankana. Það er nákvæmlega þar sem valdið er. þaðan er nú efnahagslegri framtíð einstaklinga, fyrirtækja OG RÍKISINS stjórnað. Þær ákvarðanir sem þar eru teknar ráðast af því hvaða hagsmunaaðilum þær geta þjónað í hverju einstöku tilfelli.

Af því að ég er nú svo gömul sem á grönum má sjá þá man ég vitanlega ekki hvað hann heitir viðmælandi Egils sem útskýrði svo snilldarlega í gær hvernig eignum félaga sem nú eru í eigu ríkisins (og þar með okkar allra) er ráðstafað. Það gengur þannig fyrir sig að án þess að spyrja kóng eða prest er gömlu hluthöfum þeirra leyft að kaupa hluti í hinu fallna félagi. Ekkert uppboð, engin útboð bara einkapartý.

Með þessu móti sitja skuldir félaganna (sem eru auðvitað ekkert annað en skuldir þessara umræddu hluthafa)
eftir hjá ríkinu - mér og þér - á meðan hinir nýju/gömlu félagar byrja alla hringavitleysuna upp á nýtt.

-----------Hvað er nú til ráða?----------------------

Ég legg til að þeir 63 þingmenn sem neita að víkja hvort eð er verði lokaðir inni í Alþingishúsinu eins og kviðdómendur í amerískri bíómynd og þeim ekki hleypt út fyrr en landi og þjóð hefur verið siglt út úr kreppunni.

Þeim til fulltingis er sjálfsagt að bæta við Davíð Oddsyni, restinni af stjórn Seðlabankans, gömlu bankastjórunum, helstu útrásarvíkingunum og stjórnendum Fjármálaeftirlitsins.

Ekki þarf að fara illa um mannskapinn. Bedda og eggjabakkadýnur á gólfin, skelegga ráðskonu í eldhúsið og grimman gangavörð legg ég til að genginu verði lagt til í úthaldinu.

Með þessu gætum við uppfyllt langþráðan draum eins af skósveinum frjálshyggjunnar. Björn Bjarnason ætti að gleðjast því til þess að áætlunin gengi upp þyrfti að virkja bæði víkingasveit og þann her sem hann hann á í leyni.

Það er kominn tími til að þið bragðið á eigin meðulum helvísk.
Þið hafið fangelsað fólkið í landinu og börnin okkar næstu áratugina og eigið sjálf skilið að dúsa fyrir þann verknað.

Fyrst engin sýnir auðmýkt eða vott af iðrun verður ekkert vasilín á Alþingi og húsvörðurinn grimmi verður enginn annar en STEINGRÍMUR NJÁLSSON.

xxx
Fía litla


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Ég trúi því staðfastlega að mótmælin hafi áhrif!!!!!!!

Hólmdís Hjartardóttir, 24.11.2008 kl. 10:40

2 Smámynd: Soffía Valdimarsdóttir

Það tel ég því miður afar langsótt kæra Hólmdís.

7 vikur liðnað og ekkert bólar á breytingum. Glæpamennirnir í bönkunum eru enn að og skilanefndirnar starfa í einhvers konar leynifélagi - enginn veit hvað þar fer fram.

Vildi óska að ég hefði þína von og trú.

Soffía Valdimarsdóttir, 24.11.2008 kl. 13:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Soffía Valdimarsdóttir
Soffía Valdimarsdóttir
Bara ég sjálf hvort sem ykkur líkar það betur eða verr!
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband