23.11.2008 | 16:43
Sex dagar ættu að duga.
Hún Marta smarta (sjoppueigandi í Hveragerði) sagði mér á dögunum að nú ætlaði hún að hafa lokað á fimmtudögum í einhvern tíma að minnsta kosti.
Já frábær hugmynd sagði ég og meinti það.
Lengi hefur mér þótt það álitamál að loka verslunum og þjónustufyrirtækjum almennt á sunnudögum. Þær hugmyndir hafa reyndar helst byggst á þeirri skoðun minni að hægja þurfi á samfélaginu og stuðla að betra og heilbrigðara fjölskyldulífi á Íslandi.
Núna hljómar þessi hugmynd sífellt betur og betur í mínum huga. Ekki bara það að sunnudagar yrðu þá vonandi fjölskyldudagar í stað Kringludaga áður heldur lækkaði þá líka launakostnaður fyrirtækja.
Annars er ég voða lítill hagfræðingur og veit ekkert um það hvaða raunáhrif þetta myndi hafa.
Held samt að Íslendingar upp til hópa eyði um efni fram og að þjónustustigið í landinu sé með því hæsta sem þekkist í heiminum.
Væri ekki góð lexía í nægjusemi bara að loka á sunnudögum til að byrja með?
xxx
Fía litla
Færsluflokkar
Bloggvinir
- 810
- leifurl
- latur
- hjolaferd
- birgitta
- katrinsnaeholm
- vefritid
- ragnarfreyr
- dofri
- halkatla
- svavaralfred
- kolgrima
- svala-svala
- helgafell
- bjarnihardar
- brell
- salkaforlag
- brjann
- gattin
- brandarar
- ebbaloa
- eddabjo
- kokkurinn
- gudmundurhelgi
- hallarut
- snjolfur
- disdis
- holmdish
- haddih
- kreppan
- jenfo
- larahanna
- lillagud
- loaloa
- rutlaskutla
- klarak
- vilborg-e
Tenglar
Þjóðfræði
- Oral Tradition Allt um munnlega hefð
- Snopes Sögusagnir
- Árnastofnun Íslensk fræði
- Þjóðbrók Félag þjóðfræðinema
- Félag þjóðfræðinga
- Sagnanet Um íslenskar fornbókmenntir
- Sagnagrunnur Íslenskar sagnir
- Orðanet Samheitaskrá Árnastofnunar
- Orðabók Háskólans
- Spurningalistar Þjóðminjasafnsins
- Þjóðminjasafnið
Íslensk prjónablogg
prjónakonur
- sheep in the city
- sittin´here knittin
- string theory
- nake-id knits
- Harpan
- 2 pinde
- Norræn prjónablogg
- purlbee
- erleperle
- Hey Lucy
- Prjónakona
- Hun som köber for meget garn
- innblástur
- Nevernotknitting
- Eva Anette
- heilög belja
- Hot needles
- Splityarn
Gagn og gaman
- pink by post
- Rowan
- Knotions
- Modern country
- Syko
- Seiðkona.is
- Náttúra.is
- SarahLondon
- Soliga
- Aldís bæjarstjóri
- Raverly
- Handprjónasambandið
Hugleiðsla
- Zen Hugleiðsla
- Zen leiðbeiningar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Soffía mín
Þetta eru orð í tíma töluð.
Þjónustustig á Íslandi er óneitanlega mjög hátt. Við megum alveg við því að staldra aðeins við. Ég var einmitt að hugsa um þetta þegar ég var á röltinu á Strikinu í dag á sunnudegi. Allt var lokað, nema minjagripabúðir og skyndibitastaðir. Ég sem Íslendingur hugsað: Stikið troðfullt af túristum og allt lokað. Skrítin hagfræði það.
Nú er ég betri hjúkrunarfræðingur en hagfræðingur. En þó veit ég að það má á mili sjá. Veit að það er fúlt fyrir marga sem fara til Köben í helgarferðir að allt er harðlæst og lokað á sunnudögum. Skil það mjög vel. Mér skilst að það sé e-r löggjöf sem hindrar opnun, eins og var hér fyrir ekki svo löngu. Er samt ekki alveg viss.
En ég er sammála þér að opnunartími heima er óþarflega mikill. Við höfum tækifæri núna til að hugsa aðeins upp á nýtt. Það er alveg hægt að versla inn á virkum dögum, eða laugardögum milli 10 og 14 t.d. Kannski það eina sem verslunareigendur hafa þegar þegar verðhækkanir vegna gengis ríða yfir, minnka launakostnað.
Knús (maður er orðin voða danskur eitthvað)
sólhildur Svava Ottesen (IP-tala skráð) 23.11.2008 kl. 20:56
þetta er náttúrulega bara rugl hérna hjá okkur, t.d. eru 5 klukkubúðir (svona 10/11 dæmi) í 105 Rvk og allavega 4 þeirra eru opnar allan sólarhringinn!!! Hvað sem öllum sparnaði líður þá verður að taka til í þessu sem öðru hér á Sukklandi og ég held að sunnudagslokun hlyti að auka samverustundir fjölskyldna.
Anna Erla (IP-tala skráð) 23.11.2008 kl. 21:45
Ekkert sjónvarp á fimmtudögum og lokað á sunnudögum, eins og t.d. í París, London og svona miljónaborgum
Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 23.11.2008 kl. 22:17
Ég veit ekki með París, hef ekki komið þangað eins og sumir . En í London eru flestar stærri verslanir opnar á sunnudögum. Í höfn þeirri er kennd er við sjálfa kaupmannsstéttina er hinsvegar svo að segja allt lokað á sunnudögum, nema fyrsta sunnudag í mánuði. Þetta hefur nú alltaf farið dálítið í taugarnar á mér, þ.e. þetta fyrirkomulag í Köben, og stundum hef ég í helgarferðum farið yfir til Malmö á sunnudögum þar sem stærri verslanir eru opnar.
En þó ég sé stundum fúll yfir þessu í Köben þá held ég að það væri alveg kjörin leið til sparnaðar hér á landi að loka á sunnudögum. Ég spyr mig t.d. oft að því hvernig verslanir eins og Hagkaup geta haft opið til kl. 20.00 öll kvöld vikunnar! Það er fáránlega hátt þjónustustig - og við hljótum að borga eitthvað fyrir það.
Ef verslunareigendur telja alveg ótækt að hafa alfarið lokað á sunnudögum þá mætti líka hugsa sér að hver verslun mætti hafa opið einn sunnudag í mánuði......þeir mættu þá bara velja daginn. Ég veit ekki........
Heimir Eyvindarson, 23.11.2008 kl. 23:43
Mannstu Hulda?! Það var æðisgengið fárið sem rann á okkur þegar við uppgötvuðum á sunnudagsmorgni í hinni ægifögru Parísarborg að ALLAR verslanir voru harðlæstar og við á leiðinni heim á mánudagsmorgun- og ekki búin að kaupa snitti handa börnunum, bara borða, drekka og snöfla. Þetta er dásamlega eftirminnilegt eins og allt í þessari ferð.
Kræææst hvað mig langar burt úr þessari skítasjoppu!
Og ekki síst frá þessum helv... ritgerðum!!!!!!!!!!!!!
Soffía Valdimarsdóttir, 24.11.2008 kl. 00:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.