Leita í fréttum mbl.is

Heillandi hugvit

Veistu hvað lopi er?
Lopi er ull sem ekki hefur enn verið spunnin.

Hvað með það segirðu kannski og býst til að gera eitthvað annað en að lesa áfram.
Jú það er svolítið sérstakt við íslenska lopann. Það er lopaprjónið.
Það á sér að öllum líkindum ekki hliðstæðu í heiminum.
Ég hef ekki rekist á neitt í þeim efnum en er að rannsaka málið.
(Láttu mig vita ef þú veist)

Það vildi þannig til að á öðrum áratug tuttugustu aldar hafði kembing ullarinnar flust í litlar ullarvinnslustöðvar en konur héldu áfram að spinna heima. Þær fengu ullina heim kemda í lyppur/lopa og spunnu svo á rokk eða handspunavélar.

Þegar ullarvinnsla og annar heimilisiðnaður var í rénun vegna meðal annars fólksflutninga úr sveit í bæi fækkaði þeim sem kunnu til verka. Þannig gengu rokkar til dæmis úr sér og voru ekki endurnýjaðir.

Þess vegna gerðist það að hugvitið bauð íslenskum konum að reyna að prjóna úr lopanum óspunnum. Nákvæmlega hver eða hvenær það var gert fyrst er ekki vitað. Þannig er það nú einmitt með alla þjóðfræði, hefðirnar eru höfundarlausar og þess vegna svona dásamlega mystískar.

Lopaprjónshefðin varð svo að samfellu í íslenskri þjóðmenningu og lifir nú sem aldrei fyrr.

Dásamlegt ekki satt?
xxx
Fía litla


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Soffía Valdimarsdóttir
Soffía Valdimarsdóttir
Bara ég sjálf hvort sem ykkur líkar það betur eða verr!
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband