Leita í fréttum mbl.is

Sjálfstæði sjálfstæðisins vegna - eða hvað?

Ég hallast æ meir að þeirri hugmynd að sjálfstæði sé meira en lítið afstætt í tilfelli Íslendinga. Höfum við einhvern tíma verið sjálfstæð?
Var það sjálfstæði þegar nýtt lýðveldi þáði og gerði sig háða bæði miklum fjárgjöfum og hernaðarlegri nærveru erlendrar þjóðar?

Hafa Íslendingar nokkurn tíma verið í raun sjálfstæðir nema þessa mánuði sem liðnir eru frá brottför ameríska herliðsins úr Keflavík?

Hvað felst í því að vera sjálfstæð þjóð?
Er það eftirsóknarvert eða yfirleitt gerlegt fyrir 300.000 þúsund manna samfélag?
Eigum við að sækjast eftir því að vera sjálfstæð hvað sem það kostar?
Hvað þýðir sjálfstæðismissir?

Hvað þýðir orðið sjálfstæði eitt og sér? Kannski að standa sjálfur. En þá væntanlega um leið einn og jafnvel óstuddur, eða hvað? Þannig er okkar sjálfstæði alla vega háttað í dag. Við erum svo sannarlega ein og óstudd sem aldrei fyrr.

Eigum við kannski bara að biðja Danmörku að eiga okkur svo Bretarnir taki okkur ekki?
Kannski ekki alveg ónýt hugmynd miðað við það að Færeyjar frændur okkar fá um 400 milljónir danskra króna á ári til vaxtar og viðhalds síns góða samfélags.

Nei ég segi svona - samt kannski eitthvað sem er hollt að skilgreina og hugsa um hver fyrir sig svo við vitum hvað við viljum.
xxx
Fía litla


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Blessuð frænka,

Veit ekki afhverju en lengi vel fann ég ekki bloggið þitt, eða það uppfærðist ekki svo ég hélt þú værir hætt að blogga.

En ég er sammála þér með að við þyrftum að staldra við og velta þessu fyrir okkur. Það er allvega eitthvað vitlaust við það óðagot sem einkennir evrópubandalagsumræðuna. Þetta er ekki umræða sem hægt er að taka í þessu "kallað eftir kvikk fix reddingum á stundinni" ástandi. Þetta mál þarfnast vitrænnar og yfirvegaðrar umræðu. Þó maður vilji gjarnan reddingar þá er ég eitthvað svo efins um þetta risavaxna batterí sem evrópusambandið er. Miðstýringarbákn þar sem hundruðir manna hafa lífviðurværi af því að finna upp reglur til að hafa hemil  á lýðnum og öllu öðru...ég veit ekki hvort þetta er málið. En þó hljómar eitthvað af þessu vel, óneitanlega.

Gaman að finna bloggið þitt aftur:-)

Kær kveðja,

Þórhildur

Þórhildur Þórhallsd (IP-tala skráð) 15.11.2008 kl. 00:07

2 Smámynd: Soffía Valdimarsdóttir

Hæ sæta, gaman að heyra í þér - sakna þín............

Soffía Valdimarsdóttir, 16.11.2008 kl. 11:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Soffía Valdimarsdóttir
Soffía Valdimarsdóttir
Bara ég sjálf hvort sem ykkur líkar það betur eða verr!
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband