Leita í fréttum mbl.is

Skrýtið að vera svona gjörsamlega óþarfur

Stofan hjá okkur er á hvolfi. Þar úir og grúir af fötum og fylgihlutum, snóbrettum og brettabúnaði, bakpokum, gíturum og skóm.

Stóra barnið mitt er á förum til Austurríkis í hálft ár og það þarf margt að hugsa og framkvæma áður en farið er. Það þarf að útvega sakavottorð, farseðla á milli staða í flugi og með lestum og fylla út umsóknareyðublöð fyrir hin og þessi námskeiðin; þýskunámskeið, snjósleða, snjóflóðavarna, leiðsögumanna og eitthvað fleira sem ég veit ekkert um.

Málið er bara að hann hefur enga þörf fyrir mömmu sína í þessu ferli. Meira að segja reynir hann ekki að fá hjálp hjá mér við útfyllingu þýskra eyðublaða - en það er nú kannski af því að hann hefur eitthvað lært af reynslunni þetta skinn.

Svo maður bara lætur lítið fyrir sér fara, kemur með eina og eina athugasemd um hvað þetta verði nú skemmtilegt allt saman, hvað það verði mikil upplifun að vera einn á jólunum í ókunnugu landi og spennandi að lifa nýja jólasiði, og hvað það skipti miklu máli að leggja enskunni og nýta tækifærin sem tungumálakunnátta færir manni.

Þess á milli reynir maður að hafa eitthvað ætt í matinn dag eftir dag og spyr sig yfir pottunum hvort það geti virkilega verið að gullna takmarkinu sé náð - að gera sjálfan sig óþarfan

Vonandi - en þetta er skrýtið!
xxx
Fía litla


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Soffía Valdimarsdóttir
Soffía Valdimarsdóttir
Bara ég sjálf hvort sem ykkur líkar það betur eða verr!
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband