Leita í fréttum mbl.is

Hvergerðingar! Kominn tími á jólaröflið

Langar bara að minna ykkur á það ágætu Hvergerðingar að þótt þjónustuaðilar séu fáir í Hveragerði þá má þó ýmislegt fá hér í bæ.

Ég hef haft það fyrir grundvallarreglu að kíkja í búðir í Hveragerði í jólainnkaupunum áður en ég fer nokkuð annað. Ef það dugir ekki (sem það gerir auðvitað ekki) fer ég næst á Selfoss.

Þetta er mjög einfalt. Við viljum og þurfum að hafa einhverja þjónustu í bænum og ef við ekki styðjum við það litla sem er þá leggst það af. Það að auki greiða þessi örfáu fyrirtæki sína skatta til bæjarins og ekki veitir nú af.
Árborgarsvæðið er svo okkar næsti þjónustukjarni sem á líka í stöðugri samkeppni við höfuðborgarmarkaðinn.

Svo þetta virki ekki bara sem innantómt röfl ætla ég að gefa ykkur nokkur dæmi:

Lilja Guðnadóttir snyrtifræðingur í Dynskógunum er ekki bara snyrtir heldur líka nuddari. Hún er bæði hæfileikarík og gefandi kona sem ég óska mér svo sannarlega að fá gjafabréf hjá um hver jól. Snyrtivörurnar sem hún selur eru franskar hágæðavörur og hún á alltaf flottar gjafaöskjur fyrir jólin. Svo selur hún hitapúða með kirsuberjasteinum sem þarf aðeins að skutla í örbylgjuofninn í augnablik.

Karlinna Sigmundsdóttir líka í Dynskógunum er frábær nuddari og selur gjafabréf.

Harpa Dís Björgvinsdóttir í Heiðmörkinni er svo þriðji nuddarinn.

Það fæst eitt og annað í Blómaborg svo sem skreytiefni fyrir jólin, gjafavara, leikföng og tilbúnar skreytingar. Verðið er ekki hátt miðað við aðra. það var það einu sinni en er það ekki lengur.

Á Heilsustofnun NLFÍ er verslun sem selur eitt og annað. Náttsloppar, náttföt, íþróttafatnaður, inniskór, slæður, treflar, töskur................

Apótekið selur snyrtivörur fyrir bæði kynin, snyrtitöskur, spegla og fleira í þeim dúr.

Hannyrðabúðin á mesta úrval í landinu af útsaumsvörum handa ömmum og móðursystrum plús garn og græjur.

Hrönn Waltersdóttir smíðar og selur úr gleri, keramík og silfri. Silfrið hennar er margt mjög skemmtilegt. Ég kaupi líka oft ákveðið gler hjá henni sem hún hefur útfært í nokkrum gerðum og slær alltaf í gegn. (áferðin á því er eins og olíubrák eða skel)

Að lokum langar mig að minna ykkur á að versla bensín hjá Villa þótt það kosti nokkra þúsundkalla í viðbót á ári. Hann veitir alltaf frábæra þjónustu og er eini bensínsalinn í bænum sem borgar skattana sína hér.

Gleðileg jól svona fyrirfram
xxx
Fía litla


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hulda Bergrós Stefánsdóttir

Fer alltaf í nudd, plokkun og litun í Dynskógunum, kaupi dálítið annað mjög svo óhollt hjá Villunum svo er líka hún RÚN að selja kort og myndir sjá hér gallerirun.is og nú Fía mín svo er Álnavörubúðin orðin hin glæsilegasta, fékk þar einmitt um daginn þessar líka fínu snjóbuxur á gulldrenginn á SPOTTPRÍS  og í leiðinni sparar maður bensín (þó svo að alltaf sé gaman að fá bros hjá Villunum)

Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 3.11.2008 kl. 17:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Soffía Valdimarsdóttir
Soffía Valdimarsdóttir
Bara ég sjálf hvort sem ykkur líkar það betur eða verr!
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband