Leita í fréttum mbl.is

Guð hjálpi þeim sem hjálpa sér sjálfir!

Fréttir af örtröð í ÁTVR í gær vekja með mér spurningar um það hvort þessari þjóð sé viðbjargandi.

Sú staðreynd að verð á um það bil helmingi tegunda í Ríkinu mun hækka um skitin 5% verður til þess að fólk stendur í biðröðum með heilu innkaupakerrurnar af áfengi í því skyni að spara sér óþarfa kostnað vegna verðhækkana.

Er þetta málið?
Er fólki sem hefur þessa forgangsröð viðbjargandi?
Á yfirleitt að vera að eyða gasi í að hjálpa upp á þetta samfélag?

Er kannski bara best að láta hér allt fara til helvítis í eitt skipti fyrir öll?
Borgar sig kannski til lengri tíma litið að láta þær kynslóðir sem hafa verið aldar upp í alsnægtum fá alvarlegan skell núna og bragða á súrum berjum fátæktar og vekja þannig með þeim sjálfsbjargarviðleytnina sem hingað til hefur að mestu snúist um sjálfhverfni og óheiðarleika áborð við það að stela efni á netinu eins og til dæmis tónlist og myndefni í stað þess að greiða fyrir eins og heiðvirðum borgurum sæmir? Aðra viðleytni hefur þetta fólk ekki þurft að sýna því það hefur allt verið lagt upp í hendurnar á kynslóðinni sem verður því miður að teljast mín eigin kynslóð að einhverju leyti, yngri systkini okkar og svo auðvitað börnin okkar.

Er ekki eitthvert samhengi á milli þess að þeir ungu menn sem hafa átt stóran þátt í einhverju mesta viðskiptaævintýri sem um getur á byggðu bóli eru af fyrstu eða annarri kynslóðinni sem þurfti ekki að fara í sveit, á sjóinn, vinna í frystihúsi eða grafa skurði?

Verða ekki allir sem höndla með peninga að skilja og vita sannarlega hvernig eiginleg verðmætasköpun fer fram, hvernig peningar geta ekki orðið til nema að baki þeim liggi einhver áþreifanleg verðmæti?
Jú auðvitað!

Er ég hlægilega afturhaldssöm eða gamaldags í hugsun kannski að tala um þetta með þessum hætti?
Já örugglega!

Eru nýríkir auðvirðilegastir allra ríkra?
Já svo sannarlega!

Eru nýríkir Íslendingar sælir að meintri auðsöfnun sinni um þessar mundir?
Nei - það er hlegið að þjóðinni og henni hugsað gott til glóðarinnar víða um heim - slikt er ekki hægt að laga nema með heilindum, dugnaði og iðrun.

Er rétt að hjálpa þessu fólki upp á lappirnar sem ekki sýnir minnstu viðleytni í þá átt að hjálpa sér sjálft heldur hegðar sér eins og skyni skroppnir fávitar og bíður eftir að einhverjir aðrir bjargi því sem bjargað verður?.....................

xxx
Fí litla


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já þjóðin sá sér þann kost vænstan að eyða dýrmætum krónum í öl og vín eftir gróusögur um 20% hækkum á línuna í ÁTVR.  Með því kom fullt af pening í ríkiskssann og þjóðin verður trúlega í því fram að áramótum.  Ætli Geir standi á bak við þetta....

Kolbrún Kristiansen (IP-tala skráð) 2.11.2008 kl. 20:17

2 Smámynd: Soffía Valdimarsdóttir

Ja ef Davíð hefur leyft honum það er svo sem aldrei að vita................

Soffía Valdimarsdóttir, 3.11.2008 kl. 08:29

3 Smámynd: Heimir Eyvindarson

Ég held bara að okkur sé ekki viðbjargandi!

Heimir Eyvindarson, 3.11.2008 kl. 12:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Soffía Valdimarsdóttir
Soffía Valdimarsdóttir
Bara ég sjálf hvort sem ykkur líkar það betur eða verr!
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband