31.10.2008 | 09:39
Victoria Moran var frábær!
Sumt fólk er einfaldlega betra en annað fólk.
Í fyrradag fékk ég mail frá Victoriu um að fyrirlesturinn stæði til um miðjan dag á fimmtudeginum. Sennilega var ég á lista yfir þá sem sátu námskeiðið hjá henni hérna um árið.
Nema það að þrátt fyrir að auðvitað væri ég eins og sandkorn á strönd þessarar frægu og vinsælu konu þá ákvað ég samt að svara með örstuttu bréfi og segja henni að ég kæmist ekki, að ég harmaði það og vildi þakka henni og bjóða velkomna.
Þegar ég kom heim úr skólanum eftir langt og erfitt próf gat ég ekki hugsað mér að ráðast í húsverkin alveg strax svo ég kíkti í póstinn minn.
Þar var mjög persónulegt bréf frá Victoriu sem útskýrði að tímasetning fyrirlestrarins hefði verið misskilningur, hann væri á dagskrá kl. 7 - eftir klukkutíma sem sagt. Nú ef ég kæmist ekki þá vildi hún endilega hitta mig í kaffi eftir fyrirlesturinn eða daginn eftir. Í því skyni gaf hún mér upp herbergisnúmeriðsitt á Grand Hótel og einkamailið sitt. Ég svaraði og hljóp út í bíl.
Fyrirlesturinn var frábær! Hvetjandi, hughreystandi og gefandi.
Hún bar Íslendingum kveðju konu frá Litháen sem hafði sent henni tölvupóst vegna fyrirhugaðs fyrirlestrar á Íslandi. Kveðja var á þá leið að hún vildi að fólk á Íslandi vissi hvað Litháar væru þakklátir Íslendingum fyrir stuðningin þegar þeir lýstu yfir sjálfstæði sínu á tíunda áratugnum. Victoria sagði okkur líka hvernig það hefði snert sig að lesa um að hin pínulitla Færeyska þjóð vildi rétta fram hjálparhönd á erfiðum tímum.
Hún faðmaði mig eins og ég væri fjöldkyldumeðlimur, spurði mig spjörunum úr og þegar ég sagðist vera í þjóðfræðinámi vildi hún sérstaklega fá mig til að segja sér frá innihaldi og boðskap Hávamála og Íslendingasagnanna sem ég reyndi að gera eftir bestu getu.
Það sem upp úr stendur þó eftir kvöldið er skerping á þeirri tilfinningu sem hefur búið með mér lengi, kannski alltaf, að allur heimurinn sé ein heild og að okkur beri að koma fram við allt og alla í ljósi þess.
Vildi að ég hefði haft tíma til að hala ykkur með mér í gær..............
lovjúol
xxx
Fía litla
Færsluflokkar
Bloggvinir
- 810
- leifurl
- latur
- hjolaferd
- birgitta
- katrinsnaeholm
- vefritid
- ragnarfreyr
- dofri
- halkatla
- svavaralfred
- kolgrima
- svala-svala
- helgafell
- bjarnihardar
- brell
- salkaforlag
- brjann
- gattin
- brandarar
- ebbaloa
- eddabjo
- kokkurinn
- gudmundurhelgi
- hallarut
- snjolfur
- disdis
- holmdish
- haddih
- kreppan
- jenfo
- larahanna
- lillagud
- loaloa
- rutlaskutla
- klarak
- vilborg-e
Tenglar
Þjóðfræði
- Oral Tradition Allt um munnlega hefð
- Snopes Sögusagnir
- Árnastofnun Íslensk fræði
- Þjóðbrók Félag þjóðfræðinema
- Félag þjóðfræðinga
- Sagnanet Um íslenskar fornbókmenntir
- Sagnagrunnur Íslenskar sagnir
- Orðanet Samheitaskrá Árnastofnunar
- Orðabók Háskólans
- Spurningalistar Þjóðminjasafnsins
- Þjóðminjasafnið
Íslensk prjónablogg
prjónakonur
- sheep in the city
- sittin´here knittin
- string theory
- nake-id knits
- Harpan
- 2 pinde
- Norræn prjónablogg
- purlbee
- erleperle
- Hey Lucy
- Prjónakona
- Hun som köber for meget garn
- innblástur
- Nevernotknitting
- Eva Anette
- heilög belja
- Hot needles
- Splityarn
Gagn og gaman
- pink by post
- Rowan
- Knotions
- Modern country
- Syko
- Seiðkona.is
- Náttúra.is
- SarahLondon
- Soliga
- Aldís bæjarstjóri
- Raverly
- Handprjónasambandið
Hugleiðsla
- Zen Hugleiðsla
- Zen leiðbeiningar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Æ hvað ég vildi að ég hefði komist í gær. Hefði viljað hitta hana Victoríu...þannig er að fyrir nokkrum árum var ég að brása á netinu og rakst á síðuna hennar þar sem hún bauð konum aðstoð ef þær væru að skrifa eða langaði til að skrifa. Ég sendi henni mail með mínu erindi til ameríku...og stuttu síðar fékk eg mail þess efnis að hún yrði í London að árita bækur og hvort ég vildi ekki bara hitta hana í kaffi. Við hittumst svo á lestarstöð í London á sætu kaffihúsi og sátum og kjöftuðum í 4 klukkutíma...hún er bara yndisleg þessi kona og hefur svo mikið að gefa. Ég kenndi henni nokkur orð í íslensku þar sem hún var þá á leið til íslands í fyrsta sinn til að kynna bækurnar sínar og halda fyrirlestra. Mig hefði sko langað til að hitta hana núna...veistu nokkuð hvenær hún fer eða hvernig hægt er að komast í samband við hana??
Skil vel að þú hafir notið samvista við hana..og hún líka vekur upp svo góðar tilfinningar og fegurð. Takk Soffía mín.
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 31.10.2008 kl. 09:53
Sæl Katrín
Ég spurði hana ekki hvenær hún færi heim en þú nærð áreiðanlega í hana í charmedlifelady@aol.com.
Vona að þú náir á hana og að það verði skrifunum þínum til góða. Ekkert er farsælla en draumur sem rætist..........
Gangi þér vel
xxx
Soffía
Soffía Valdimarsdóttir, 31.10.2008 kl. 10:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.