Leita í fréttum mbl.is

Að bera nafn með rentu

Það hvað við heitum er órjújfanlegur hluti af okkur en hefur samt ekkert með okkar innri mann að gera.
Samt getur nafn orðið til þess að eitt og annað festist við mann.

Til dæmis er ég löngu orðin ónæm fyrir bröndurum um Soffíu frænku úr Kardimommubænum en samt hefur vargatítlustimpillinn aldrei máðst af mér (skil ekkert í þessu !!!).

Get samt ekki að því gert að vera pínulítið fúl stundum út í foreldra mína fyrir að skíra mig ekki í höfuðið á fleiri formæðrum mínum en minni elsku bestu Ömmu Fíu heitinni.

Fordæmin eru nóg. Til dæmis Hétu þrjár þeirra Þórunn sem er náttlega gríðarlega voldugt nafn.
En svo eru líka dæmi um Járngerðar og Arnþrúðir í sjóðnum.

Ein lítil skotta í fjölskyldunni heitir til dæmis Arnþrúður Kristín, önnur Arnheiður Soffía, sú þriðja Þóranna Vala og ein til sem heitir Rannveig Arna. Þetta eru alvöru nöfn á alvöru konur.

Hver hefði til dæmis vogað sér að setja frekjustimpil á: Arnþrúði Soffíu eða Þórunni Járngerði ?

Í dag kalla ég mig sjálf oftast Fíu vegna þess að hún Amma Fía var einhver jákvæðasta, fallegasta og æðrulausasta manneskja sem ég hef nokkru sinni kynnst. Það er því ærið verkefni að gera sig verðugan að bera það nafn með rentu.

xxx
Fía litla


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Soffía Valdimarsdóttir
Soffía Valdimarsdóttir
Bara ég sjálf hvort sem ykkur líkar það betur eða verr!
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband