Leita í fréttum mbl.is

Nýr dagur - nýr heimur.

Það er alls ekki ástæða til að örvænta.
Síður en svo.

Gerið þið ykkur grein fyrir því til dæmis að svartur maður er um það bil að verða forseti Bandaríkjanna, sem enn um sinn verður líklega að teljast valdamesta ríki heims?
Hver hefði trúað því?
Vitnar þetta ekki um breytingar - grundvallarbreytingar?

Heimurinn er að fara inn í breytingarskeið. Helstu áherslurnar í því munu held ég verða í átt til endurskoðunar grunngilda mannlegs lífs, endurlits til náttúrunnar, til ákveðinnar heildarhyggju eða félagshugsunar.

Við getum borið gæfu til að bæta raunveruleg lífsgæði okkar núna.
En það verður að gerast með breyttri hugsun.
Við verðum að skilja gæðin sem felast í hinu smá - í nægjusemi, endurnýtingu, sögunni og síðast en ekki síst í náttúrunni og samfélagi manns og náttúru. Verðum að skilja og skynja hvert um sig hvernig allir hlutir lifandi og dauðir eru hluti af einni heild.

Nýr dagur - nýr heimur - nýtt Ísland
Vertu með!
xxx
Fía litla


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Eyvindarson

Sá svarti verður reyndar örugglega skotinn um leið og hann tekur við, ef kanar hafa þá á annað borð kjark til að kjósa hann, en hvað sem því líður er ég sammála þér 

Heimir Eyvindarson, 21.10.2008 kl. 18:20

2 Smámynd: Soffía Valdimarsdóttir

Æ já það er líklega rétt hjá þér..............

Soffía Valdimarsdóttir, 22.10.2008 kl. 14:12

3 Smámynd: Hulda Bergrós Stefánsdóttir

eruð þið ekki bjartsýn

Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 22.10.2008 kl. 14:37

4 Smámynd: Soffía Valdimarsdóttir

Jú elskan mín góða - vínkjallarinn fullur upp í hlera af rauðvíni og frystiskápurinn af nautasteikum úr sveitinni.............

Soffía Valdimarsdóttir, 22.10.2008 kl. 14:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Soffía Valdimarsdóttir
Soffía Valdimarsdóttir
Bara ég sjálf hvort sem ykkur líkar það betur eða verr!
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband