Leita í fréttum mbl.is

Froðan er að leysast upp

Póst-modernismi undanfarinna áratuga hefur einkennst af almennri afstæðishugsun og skorti á því að menn tæku meðvitaða afstöðu með eða á móti jafnvel háalvarlegum málefnum sem skipta þá sjálfa og fjölskyldur þeirra miklu máli. Það hefur um árabil ekki þótt mjög smart að hafa skýrar skoðanir á nokkrum hlut og alls ekki á pólitík.

Ég kalla póst-modernismann reyndar aldrei annað en Froðufræði sem vísar til þessa upplausnarástands sem hefur fylgt honum.

Í þessum anda hefur til dæmis pólitískur áhugi fólks farið mjög minnkandi og allar hugmyndir fólks um hvað sé siðferðislega rétt og hvað ekki verið á nokkru reiki.

Nú er svo komið að jaðrar við siðrof í landinu!

Nei! Nú ætla ég ekki að gerast sek um Froðufræðilegt afstöðuleysi - það ER siðrofsástand í landinu!

Hópárás á lögregluna er meðal annars til vitnis um þetta.

En nú eru æsispennandi tímar framundan. Þjóðin er að vakna af dvalanum. Það þurftu reyndar ískalda vatnsgusu til að skola froðuna burt en lýðurinn hefur rumskað og mun brátt rísa á fætur.

Samfylkingin hefur í heild sinni gerst sek um þetta afstöðu- og um leið aðgerðarleysi og þannig valdið mér og fleirum gríðarlegum vonbrigðum.

Nú gerist annað af tvennu: Annað hvort rís Samfylkingin upp á afturlappirnar núna og verður það afl sem foreldrar hennar ætluðu henni eða þá að í ljós kemur að að forkólfar hennar hafa í froðunni gerst sekir um eiginhagsmunapot og spillingu og þannig eyðilagt möguleika flokksins á að verða vettvangur aðgerða sem stuðla að réttlátum skiptum eigna og valda í hinu nýja Íslandi.

Ef hið síðara kemur á daginn munu Vinstri grænir hins vegar verða sá sveifarás sem allt snýst um á vinstir væng stjórnmálanna á Íslandi.

Og JÚ!!! Vinstri og hægri er VÍST til ennþá!
Það voru bara Froðufræðin sem töldu okkur trú um að slík hugsun væri púkó og hugmyndafræðin úrelt.
Nú kemur annað í ljós.

Hreinsaðu síðustu froðuleifarnar frá vitunum og vittu hvað þú sérð
xxx
Fía litla


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Soffía Valdimarsdóttir
Soffía Valdimarsdóttir
Bara ég sjálf hvort sem ykkur líkar það betur eða verr!
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband