Leita í fréttum mbl.is

Skrítin skepna......

.........mannskepnan!

Glæpasagnafaraldur síðustu ára hvort heldur sem er á prenti eða í myndrænni miðlum hefur ekki farið fram hjá neinum. Mikið hefur líka verið skrafað og skrifað um af hverju þessi bókmenntagrein eða frásagnarform öllu heldur sé svona útbreitt meðal iðnvæddra ríkja í það minnsta ef ekki öllum heiminum.

Mér hefur fundist líkleg skýring á þessu að í öllu góðærinu og alsnægtunum eða með öðrum orðum neyslufárinu sem sannarlega hefur riðið húsum á Vesturlöndum hafi sköpunarkraftur listamanna kannski leitað í dökku hliðar mannssálarinnar til mótvægis við ríkjandi ástand (sem á yfirborðinu hefur virst fagurt og frómt).

Hið ytra hefur verið alsráðandi samhliða neysluhyggjunni. Fólk hefur aldrei teygt sig eins langt inn fyrir mörk líkama og umhverfis eins og á síðustu árum. Ígræðslur, innsetningar og ásetningar í og á líkamann hafa aldrei verið meiri. Hér á ég við brjóstastækkanir, hárlengingar og hárígræðslur, naglaásetningar, silikonfyllingar undir húð, húðflúr og fleira og fleira.

Tækniframfarir eða eigum við kannski að segja nýjungar frekar en endilega framfarir, hafa í auknum mæli beinst að hinu smá í stað þess stóra áður. Verkefni slíkra gúrúa hafa síður fengist við stórtækar lausnir í landbúnaði til dæmis en í auknum mæli snúist um þróun afþreyingar og ýmissa sértækra lausna á síauknum og endalausum kröfum einstaklinganna. Tæknin hefur meira og meira snúist um að fullnægja kröfum einstakra neytenda fremur en stærri heildum eins og samfélögum eða þjóðfélögum.

I-pod æðið og Makkbyltingin er kannski augljósasta dæmið um þetta.

Glæpasögurnar verða æ tæknilegri og tæknilegri. Þær fara sífellt lengra inn í líkamann til dæmis. Sálin er eldur ekki skilin útundan sem sést kannski best á öllum þeim aragrúa sjónvarpsþátta og annarra frásagna þar sem svo kallaðir prófælerar koma við sögu. Þar eru á ferðinni eins konar ofurmenni sem skyggnast innfyrir eða skulum við segja undir hið sýnilega yfirborð eða fas mannfólksins.

Þetta er í góðu samræmi við þá meginreglu í hugmyndafræðisögu mannkyns að jafnan togast á hugmyndakerfi sem leitast við að koma á jafnvægi.

Best kynnta dæmið um slíkt er vitanlega rómantík vs. raunsæi.

Ég spái ört vaxandi rómantík á allra næstu árum. Ekki hefðbundinni rómantík á borð við 19. aldrar hugmyndir en eitthvað mýkra en sú kalda efnis-, neyslu- og einstaklingshyggja sem ríkt hefur að undanförnu. Ekki bara í pólitískri hugmyndafræði - sem mun augljóslega breytast mjög í átt til félagslegra gilda á næstunni. Heldur líka og ekki síður í listum og menningarstraumum.

Þessi þróun er reyndar hafin. Vaxandi handverksáhugi á Vesturlöndum er af þessum toga. Þar fer handprjón í broddi fylkingar og á sitt mekka í Bandaríkjunum eins og stendur en er líka gríðarlega sterkt fyrirbrigði í velferðarparadís Norðurlanda.

xxx
Fía litla


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Soffía Valdimarsdóttir
Soffía Valdimarsdóttir
Bara ég sjálf hvort sem ykkur líkar það betur eða verr!
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband