Leita í fréttum mbl.is

Það má vel vera að Bretar hafi fellt Kaupþing en bankinn hlaut þó að falla.

Nú spyrja margir sig að því og eru sárreiðir, hvernig standi á hinum og þessum ráðleggingum ráðgjafa bankanna síðustu vikurnar. Hvort þeir hafi ekkert vitað um stöðuna?

Það stendur einfaldlega þannig á þeim að þessu fólki hefur verið uppálagt að selja ákveðna hluti hvað sem það kostar. Um söluvarninginn veit svo hver og einn ráðgjafi kannski mjög lítið meira en hinn almenni viðskiptavinur úti í bæ hverju sinni.

Það eru haldnir einhverjir málamynda kynningafundir eða örnámskeið um nýja vöru/þjónustu og svo eiga þeir sem námu að fara og messa yfir hinum starfsmönnunum í útibúunum.

Varan getur verið þjónustulína eins og til dæmis Vöxtur hjá Kaupþingi eða kreditkort eða áskrift að sjóðum af einhverjum toga.

Það skiptir engu máli hvernig viðkomandi vara kemur við kúnnann - bara ef bankinn græðir. Þetta er staðreynd!
Þetta er bara söluherferð og þú skalt selja hvað þú lifandi getur. Svo færðu auðvitað þóknun fyrir hvern húkkaðan kúnna.

Maður var ekki alltaf vinsælasti gaukurinn í búrinu þegar maður mótmælti og lagði sig ekki eftir því að halda til dæmis debetkortum að 11 ára viðskiptavinum af siðferðisástæðum eða neitaði að mæta á starfsdag Kaupþings í Laugardalshöll þar sem fram fór ekkert annað en múgsefjunar-hallelúja-ofsatrúar-messa yfir lýðnum.

Á þeim tæpu 6 árum sem ég vann í bankanum hét hann 4 nöfnum og hafði nokkrar kennitölur. Maður fann og vissi að þar voru viðhöfð ódrengileg vinnubrögð og að græðgin og metorðagirndin var eini drifkraftur þeirra sem stjórnuðu. Samstarfsfólks míns vegna sem ég kunni vel við hefur mér ekki fundist einhvern vegin gott að tala um þetta á blogginu mínu. En auðvitað vita allir hvernig þetta var rekið og að þar sem er skítalykt er jafnan skítur ekki langt undan.

En það veit sá sem allt veit að ég er innilega glöð og ánægð að vera ekki lengur þátttakandi í þessu ógeði. Ég gleymi aldrei þeim blendnu tilfinningum sem geisuðu í hugskotinu þann 30. september 2004 þegar ég var búin að segja upp. Ég vissi að ég myndi sakna samstarfsfólksins og launatékkans en mér var svo létt á sálinni að ég get ekki líst því. Mér hafði nefnilega lengi fundist ég ekki starfa eða lifa af heilindum vitandi vits hvernig vinnuveitandi minn hegðaði sér og ætlaðist til að ég gerði líka.

Ég vona svo sannarlega að fyrrum starfsfélagar mínir og aðrir starfsmenn á gólfi í bönkunum missi eki vinnuna núna. En ég verð að vera alveg hreinskilin og segja að ég græt ekki Kaupþing. Bankanum var ekki viðbjargandi þvi innviðirnir voru bæði fúnir og sviknir.

xxx
Fía litla


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elías Óskarsson

ég hef nú alltaf kunnað að meta þetta góða fólk niður í banka og vona bara að þau haldi vinnunni. það verða mögur jólin hjá okkur ef móðir mín góð missi líka vinnuna eins og ég. það eru ekki bjartir tímar ´fyrir þá sem að eru í atvinnuleit.

Elías Óskarsson, 13.10.2008 kl. 22:33

2 Smámynd: Soffía Valdimarsdóttir

Nei satt segirðu Elías. Enda vona ég að hvorki mamma þín né annað mitt fyrrum góða samstarfsfólk missi vinnuna - en Kaupþing var skítafyrirtæki orðið sem átti ekkert skilt við gamla Búnaðarbankann til dæmis. Ég fer ekkert ofan af því.

Ég vona svo sannarlega að þú finnir starf sem fyrst :)

Soffía Valdimarsdóttir, 14.10.2008 kl. 08:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Soffía Valdimarsdóttir
Soffía Valdimarsdóttir
Bara ég sjálf hvort sem ykkur líkar það betur eða verr!
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband