Leita í fréttum mbl.is

Skömm er óhófs ævi......

........tuldruðu menn í hálfum hljóðum og sín á milli þegar þeir horfðu á eftir Hrafnkeli Freysgoða þegar hann snáfaðist burt frá Aðalbóli eftir háðuglega úrtreið og dóm á Alþingi.

Hann hafði farið offari í viðskiptum við sveitunga sína. Hann hafði sett sig ofar öðrum og sýnt af sér hroka og óbilgirni. Bændur slógu því upp miklu karnivali eftir að hafa fengið dónann dæmdann alsekan á Alþingi. Henging Hrafnkels var sviðsett en fátt var svíðingslegra á Þjóðveldistímanum en að hengja menn nema ef vera skyldi að vera hengdur.

Nú erum við smælingjarnir í sporum bændanna sem horfa upp á höfðingjana sneypta og smánaða. Hins vegar ætlum við ekki að hengja neinn, ekki einu sinni í þykjustunni. Þess þarf ekki.

Þeir fáu tugir einstaklinga sem bókstaflega eiga sök á því hvernig komið er fyrir íslensku þjóðarbúi hafa sjálfir svipt sig ærunni. Lýðurinn semur og flytur gamanvísur, brandara og myndasögur þeim til ævarandi háðungar. Þessir textar varðveitast að einhverju leyti og þótt landinn sé fljótur að gleyma þá eru þessar sakir of stórar til að þær geti gleymst.

Við Íslendingar erum nefnilega enn í dag uppteknir af heiðri og æru líkt og forfeður okkar voru. Á miðöldum var ekkert verðmætara en mannorðið eða orðstírinn eins og segir í Hávamálum:

Deyr fé
deyja frændr,
deyr sjálft it sama;
en orðstírr
deyr aldregi
hvem er sér góðan ger.

Deyr fé
deyja frændr,
deyr sjálfr it sama;
ek veit einn
at aldri deyr:
dómr um dauðan hvern.

xxx
Fía litla


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Soffía Valdimarsdóttir
Soffía Valdimarsdóttir
Bara ég sjálf hvort sem ykkur líkar það betur eða verr!
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband