22.9.2008 | 11:03
Fólkið í safninu mínu
Var ég kannski búin að segja ykkur frá mótorhjólakonunni? Gerir ekkert - ég geri það bara aftur. Hún er 63 ára og búin að vera með prófið í tvö ár. Sagðist alltaf hafa dreymt um að þeysa um á mótorhjóli svo hún gaf sér bara próf, hjól, galla og hjálm í afmælisgjöf.
Hún kom um helgina. Ég tók á móti henni og spurði hvernig Heiðin hefði verið. Hún brosti feimnislega, þótti vænt um að ég myndi eftir henni. Spurningin var yfirvarp og þarfnaðist ekki svars. Sameiginleg virðing og virðurkenning lá í loftinu. Hún upplifir drauminn og það yljaði okkur báðum.
Sextugi byggingameistarinn sem er einnig myndlistamaður og hönnuður kom líka. Hann er laglegur lágvaxinn maður, snaggaralegur með greindarleg augu og heimspekilegan þankagang. Ég bauð honum kaffi. Við sátum lengi, hann talaði - ég hlustaði. Í staðinn fékk ég þétt handaband og tilfinningu um að allt hefði tilgang - líka ég.
Hreppstjórasonurinn á sjötugsaldri kom um hálffimm. Hann heilsaði með þögulli handarhreyfingu þvert yfir salinn. Sú kveðja þýðir kaffi og vaffla sem ég útbjó í snarhasti. Hann sagði mér sögur eins og alltaf. Sögur af afa mínum og hinum landnemunum í Hveragerði, af strákapörum, skógræktarstarfi, vegavinnu, gatnagerð í þorpinu, uppskipun í Höfninni og mörgu fleiru skemmtilegu. Merkilegasta sagan var af fólkinu sem vildi byggja sundlaug. Það kostaði of mikið svo allir hjálpuðust að. Hvergerðingar og Ölfusingar stilltu saman strengi sína og Laugarskarð varð að veruleika í sjálfboðavinnu.
Kynni mín af fólkinu í safninu mínu sem vel að merkja er allt komið af léttasta skeiði, vekur mér spurn um hvort allt hafi verið betra einu sinni. Sjálfsagt ekki enda fortíðarglýjan söm við sig. Samt sem áður er einhver tónn í frásögnum fólksins sem nærir þá hugmynd að í það minnsta sumt hafi kannski verið betra þá en nú. Ég veit það alla vega fyrir víst að ekki þýddi að láta sig dreyma um það árið 2008 að nágrannarnir Hvergerðingar og Ölfusingar drægu á sig vinnuhanskana í þeim tilgangi að byggja - ja segjum til dæmis íþróttahús í Hveragerði. Enda vantar Hafnarbúa ekki svoleiðislagað eftir því sem ég best veit.
Nei, ég er þakklát fyrir fólkið í safninu mínu og sögurnar þeirra. Þær eru einhvern veginn miklu betri en raunveruleikinn sem ég les um í Mogganum og heyri um í saumaklúbbnum.
xxx
Fía litla
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
810
-
leifurl
-
latur
-
hjolaferd
-
birgitta
-
katrinsnaeholm
-
vefritid
-
ragnarfreyr
-
dofri
-
halkatla
-
svavaralfred
-
kolgrima
-
svala-svala
-
helgafell
-
bjarnihardar
-
brell
-
salkaforlag
-
brjann
-
gattin
-
brandarar
-
ebbaloa
-
eddabjo
-
kokkurinn
-
gudmundurhelgi
-
hallarut
-
snjolfur
-
disdis
-
holmdish
-
haddih
-
kreppan
-
jenfo
-
larahanna
-
lillagud
-
loaloa
-
rutlaskutla
-
klarak
-
vilborg-e
Tenglar
Þjóðfræði
- Oral Tradition Allt um munnlega hefð
- Snopes Sögusagnir
- Árnastofnun Íslensk fræði
- Þjóðbrók Félag þjóðfræðinema
- Félag þjóðfræðinga
- Sagnanet Um íslenskar fornbókmenntir
- Sagnagrunnur Íslenskar sagnir
- Orðanet Samheitaskrá Árnastofnunar
- Orðabók Háskólans
- Spurningalistar Þjóðminjasafnsins
- Þjóðminjasafnið
Íslensk prjónablogg
prjónakonur
- sheep in the city
- sittin´here knittin
- string theory
- nake-id knits
- Harpan
- 2 pinde
- Norræn prjónablogg
- purlbee
- erleperle
- Hey Lucy
- Prjónakona
- Hun som köber for meget garn
- innblástur
- Nevernotknitting
- Eva Anette
- heilög belja
- Hot needles
- Splityarn
Gagn og gaman
- pink by post
- Rowan
- Knotions
- Modern country
- Syko
- Seiðkona.is
- Náttúra.is
- SarahLondon
- Soliga
- Aldís bæjarstjóri
- Raverly
- Handprjónasambandið
Hugleiðsla
- Zen Hugleiðsla
- Zen leiðbeiningar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.