8.8.2008 | 09:32
Heil 16 ár.
Við Óli eigum 16 ára brúðkaupsafmæli í dag.
En það eru líka 16 ár í dag frá því að við fluttum inn í húsið okkar. Við lögðumst til hvílu um klukkan 2 að nóttu aðfaranótt 8. ágúst 1992 og rifum okkur svo upp aftur kl. 6 að morgni til að mæta hjá ljósmyndara í Reykjavík kl. níu. Það væri svo sem ekki í frásögur færandi nema af því að brúðguminn hafði ekki sofið fullan nætursvefn í fleiri mánuði þegar þarna var komið og var þess vegna dálítið slæptur þegar á hólminn var komið.
Ljósmyndarinn átti í mesta basli við að fá hann til að slaka á í myndatökunni. Það var vegna þess að allt í einu áttaði hann sig á því að hann var að fara að gifta sig. Það hafði bara eiginlega farið framhjá honum einhvern vegin í öllu amstrinu við að tengja klósett og ofna og allt hitt sem þurfti til svo við gætum flutt inn í langþráð húsið okkar.
En ljósmyndarinn dó ekki ráðalaus og skellti freyðivíni í kappann með þeim afleiðingum að minn heittelskaði slaknaði nánast um of þannig að þegar myndatakan var afstaðin var hann í vandræðum með að detta ekki útaf á meðan við biðum eftir sjálfri athöfninni.
Svo hófst þetta allt saman einhvern vegin og varð bara hinn skemmtilegasti dagur. Húsið beið svo eftir okkur og það get ég sagt ykkur að við gerðum okkur enga einustu rellu yfir því þótt við hefðum ekki síma í heila 8 mánuði og það sem meira er, ekki heitt vatn í tæpa þrjá. Skipalakk á gólfum og engin opnanleg fög í gluggunum. Þetta skipti hreint engu máli. Það voru alltaf gestir og ég skúraði ánægjunnar vegna á hverjum einasta degi.
Ég er alveg til í önnur sextán bæði með manninum og húsinu - enda parket í öll horn og heitt vatn í krönum og kallinn hefur bara batnað með aldrinum.
xxx
Fía litla
Færsluflokkar
Bloggvinir
- 810
- leifurl
- latur
- hjolaferd
- birgitta
- katrinsnaeholm
- vefritid
- ragnarfreyr
- dofri
- halkatla
- svavaralfred
- kolgrima
- svala-svala
- helgafell
- bjarnihardar
- brell
- salkaforlag
- brjann
- gattin
- brandarar
- ebbaloa
- eddabjo
- kokkurinn
- gudmundurhelgi
- hallarut
- snjolfur
- disdis
- holmdish
- haddih
- kreppan
- jenfo
- larahanna
- lillagud
- loaloa
- rutlaskutla
- klarak
- vilborg-e
Tenglar
Þjóðfræði
- Oral Tradition Allt um munnlega hefð
- Snopes Sögusagnir
- Árnastofnun Íslensk fræði
- Þjóðbrók Félag þjóðfræðinema
- Félag þjóðfræðinga
- Sagnanet Um íslenskar fornbókmenntir
- Sagnagrunnur Íslenskar sagnir
- Orðanet Samheitaskrá Árnastofnunar
- Orðabók Háskólans
- Spurningalistar Þjóðminjasafnsins
- Þjóðminjasafnið
Íslensk prjónablogg
prjónakonur
- sheep in the city
- sittin´here knittin
- string theory
- nake-id knits
- Harpan
- 2 pinde
- Norræn prjónablogg
- purlbee
- erleperle
- Hey Lucy
- Prjónakona
- Hun som köber for meget garn
- innblástur
- Nevernotknitting
- Eva Anette
- heilög belja
- Hot needles
- Splityarn
Gagn og gaman
- pink by post
- Rowan
- Knotions
- Modern country
- Syko
- Seiðkona.is
- Náttúra.is
- SarahLondon
- Soliga
- Aldís bæjarstjóri
- Raverly
- Handprjónasambandið
Hugleiðsla
- Zen Hugleiðsla
- Zen leiðbeiningar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Til hamingju með daginn
En eftir 15 ára kristalsbrúðkaupið í fyrra er næst 20 ára postulínsbrúðkaup, veit ekki af hverju það er því hvert ár skiptir máli.
Bið að heilsa honum Óla þínum og njótiði dagsins
Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 8.8.2008 kl. 10:24
Tillykke med dagen!
Har "googlet" mig frem til at dagen hedder Månebryllup - så nyd dagen, hinanden og månelyset
Jonnhild (IP-tala skráð) 8.8.2008 kl. 20:16
Hún klikkar nú ekki sú færeyeska
Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 8.8.2008 kl. 23:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.