Leita í fréttum mbl.is

Skoffín,Skuggabaldur og Urðaköttur

Fyrir ykkur kæru áhangendur sem eruð orðin leið á að sitja við gluggan og bíða eftir Kreppunni ætla ég að benda á eftirfarandi svo þið getið leyft ykkur að verða hrædd við eitthvað sem er í alvörunni.

Þrjár eru þær óvættir sem hafa þá sömu náttúru að ekkert verður þeim að aldurtila nema eigin spegilmynd eða skot úr silfurhnöppum og þarf þá að þríkrossa fyrir byssukjaftinn áður en hleypt er af.

SKOFFÍN er ein þeirra. Sú skepna skríður úr hanaeggi en þeir verpa gjarnan einu mjög smávöxnu á gamalsaldri.
SKUGGABALDUR er önnur. Það er kynblendingur kattar og tófu, aðrir segja kattar og hunds.
URÐARKÖTTUR er sú þriðja. Sá hefur lagst á ná og verið samfleytt þrjá vetur neðanjarðar í kirkjugarði.

Engin skepna hvorki menn né málleysingjar mega standast augnaráð þessara meinvætta og liggja þegar dauðir er þeir verða fyrir tilliti þeirra.

Þessa visku fékk ég að láni í Þjóðsagnasafni Jóns Árnasonar og heyrst hefur að silfurhnappa getið maður helst nálgast á flíkum betri bænda og annarra efnamanna. Verst er að slíkir eru jafnan varir um sig og sín auðæfi og því ekki auðfengið nema að þeim látnum og gröfnum. Hafið þó varann á ykkur því ég hef það fyrir víst að margir gerist fépúkar eftir dauðann og séu ófúsir að skiljast við auðlegðina. Eitt get ég þó sagt ykkur svona að lokum til varnaðar og hægðarauka að jafnan logar bláleitur vafurlogi yfir fólgnu fé í jörðu.

Gangi ykkur allt í haginn.
xxx
Fía litla


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hulda Bergrós Stefánsdóttir

Takk fyrir þetta þjóðráð

Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 15.7.2008 kl. 10:04

2 Smámynd: Heimir Eyvindarson

Ég sem hef alltaf haldið að skoffín væri norðmaður!

Heimir Eyvindarson, 15.7.2008 kl. 16:07

3 Smámynd: Soffía Valdimarsdóttir

Ja manni dettur nú eitt og annað í hug þegar heimaalinn Norðmaður rekur á fjörur manns skal ég segja þér.............

Soffía Valdimarsdóttir, 15.7.2008 kl. 17:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Soffía Valdimarsdóttir
Soffía Valdimarsdóttir
Bara ég sjálf hvort sem ykkur líkar það betur eða verr!
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband