Leita í fréttum mbl.is

Hvítabjarnarblús

Menn koma engu til leiðar nema vera virkir þjóðfélagsþegnar - Menn verða að þora að taka sjálfstæðar ákvarðanir!!!

Þetta sagði yfir-geðluðran og norsarinn Geir H. Haarde meðal annars í gær í tilefni dagsins.

Ja heyr á endemi! Er þetta ekki sami forsætisráðherrann og sá sem situr í þeirri sömu ríkisstjórn sem lét allt annað en eigin sjálfstæðu ákvarðanir og almennt hyggjuvit stýra sér og sínum í Hvítabjarnarsirkus I og II ???

Fyrr munu nú held ég háfar hlaupa á land og frómar jómfrúr fæða fimmbura en að þessir hugsjónalausu vesalingar í sjálfstæðis-samfylkingar-grátkórnum ógurlega taka sjálfstæða ákvörðun um nokkurn skapaðan hlut.

Ég skammast mín hreinlega fyrir að vera Íslendingur í dag. Verð að segja að mér fannst hjákátlegra en allt sem hjákátlegt getur orðið að þessi fíflagangur skyldi eiga sér stað á mesta pappakassadegi allra pappakassa -
17. júní.

Hvaða SJÁLFSTÆÐ þjóð lætur allt og alla aðra segja sér hvernig hún eigi að leysa vandamál sem koma upp í hvunndeginum? Hvaða heilvita manni dettur í hug að bíða eftir erlendum sérfræðingum sem fá ekki pössun fyrir krakkana sína til að afgreiða yfirstandandi vanda eins og þennan með þennan hvítabjörn þarna í gær? Hvers vegan dregur ekki eitthvað af þessu fólki sem fær laun fyrir að stýra og stjórna, hausinn út úr rassgatinu á Evrópusambandinu og NATÓ og tekur sjálfstæðar ákvarðanir svona einstaka sinnum?

Segi ekki fleira í bili. Er svo þrekuð eftir að fylgjast með miðaldra sænsk-sósíal-demókratískri stjórnmálakonu með íslenskt ríkisfang og rauðan makka sem sannar norrænan/keltneskan víkingauppruna hennar (því annað gerir það ekki) gera sig að örlagafífli fyrir framan alþjóð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Soffía Valdimarsdóttir
Soffía Valdimarsdóttir
Bara ég sjálf hvort sem ykkur líkar það betur eða verr!
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband