16.6.2008 | 12:35
Að kasta perlum fyrir svín
Helgin sem var að líða var ein af þessum fullkomnu.
Var í vinnunni á laugardag en svo í fríi á sunnudag. Laugardagurinn var einn af þessum dögum þegar allt gengur upp og meira til. Daginn þann fékk ég svo margar góðar hugmyndir og hrinti svo mörgu smáu en þarflegu í framkvæmd bæði innan kolls og utan að það er ekki einleikið held ég bara.
Ein hugmyndin (sem er reyndar óskilgetið afkvæmi annarrar ágætrar hugmyndar frá því fyrr um daginn) er svo stórkostleg að ég bara er alls ekki búin að jafna mig ennþá - og það sem meira er - hún er raunhæf!!! Það verður nú seint sagt um allar mínar hugdettur.
Þriggja tíma eldunarferli leiddi svo af sér eina af þessum dásamlegu máltíðum sem mér finnst svo gaman að galdra fram. Félagsskaðurinn var hins vegar ekki alveg í stíl við rest. Það var nefnilega þannig að við sátum 5 til borðs: Ég, eiginmaðurinn og krakkaskrípin 3. Karlarnir húktu sofandi eða ropandi eða fretandi fyrir imbakassann á meðan við mæðgurnar dúlluðum okkur við að pilla humar og tilheyrandi. Nú svo þegar maturinn var á borð borinn héldu þeir þessum skemmtilegum háttum bara áfram eins og ekkert væri sjálfsagðara. Ég segi nú ekki að það hafi verið sofið ofan í diskana en ropar og fretir voru á efnisskránni svo ekki fór framhjá neinum viðstöddum.
Ég segi það og meina það: Karlar eru og verða svín og ógeðisplebbar - má ég þá heldur biðja um kvenkyns félagsskap!!!
Sunnudagurinn var svo ekki síðri. Þá gerði ég það sem mér finnst jafnvel enn skemmtilegra en að elda og borða. Ég keypti eða öllu heldur pantaði nýtt leirtau og glös í tonnatali. Spurning hvort við mæðgurnar rekum ekki bara kallana út í bílskúr þegar við vígjum stellið.
Færsluflokkar
Bloggvinir
- 810
- leifurl
- latur
- hjolaferd
- birgitta
- katrinsnaeholm
- vefritid
- ragnarfreyr
- dofri
- halkatla
- svavaralfred
- kolgrima
- svala-svala
- helgafell
- bjarnihardar
- brell
- salkaforlag
- brjann
- gattin
- brandarar
- ebbaloa
- eddabjo
- kokkurinn
- gudmundurhelgi
- hallarut
- snjolfur
- disdis
- holmdish
- haddih
- kreppan
- jenfo
- larahanna
- lillagud
- loaloa
- rutlaskutla
- klarak
- vilborg-e
Tenglar
Þjóðfræði
- Oral Tradition Allt um munnlega hefð
- Snopes Sögusagnir
- Árnastofnun Íslensk fræði
- Þjóðbrók Félag þjóðfræðinema
- Félag þjóðfræðinga
- Sagnanet Um íslenskar fornbókmenntir
- Sagnagrunnur Íslenskar sagnir
- Orðanet Samheitaskrá Árnastofnunar
- Orðabók Háskólans
- Spurningalistar Þjóðminjasafnsins
- Þjóðminjasafnið
Íslensk prjónablogg
prjónakonur
- sheep in the city
- sittin´here knittin
- string theory
- nake-id knits
- Harpan
- 2 pinde
- Norræn prjónablogg
- purlbee
- erleperle
- Hey Lucy
- Prjónakona
- Hun som köber for meget garn
- innblástur
- Nevernotknitting
- Eva Anette
- heilög belja
- Hot needles
- Splityarn
Gagn og gaman
- pink by post
- Rowan
- Knotions
- Modern country
- Syko
- Seiðkona.is
- Náttúra.is
- SarahLondon
- Soliga
- Aldís bæjarstjóri
- Raverly
- Handprjónasambandið
Hugleiðsla
- Zen Hugleiðsla
- Zen leiðbeiningar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Kannast nú við svona kauða og það er ekki eins og ég viti hvernig karlpeningurinn á þínu heimili hagar sér
En ég býð mig fram í kvenkyns félagsskapin
Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 16.6.2008 kl. 19:15
Velkomin, velkomin!!!
Soffía Valdimarsdóttir, 17.6.2008 kl. 14:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.